Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Flúðasiglingar

Fyrir þá sem vilja mikla spennu er tilvalið að fara í flúðarsiglingu niður Jökulsá vestari eða Jökulsá austari. Þessar ferðir njóta mikilla vinsælda og æ fleiri hafa reynt þessar ævintýralegu ferðir enda gljúfrin sem siglt er um einstök náttúruundur. 
Flúðasigling er vinsæl og fjörmikil afþreying fyrir alla fjölskylduna. Fyrir yngstu og elstu meðlimina hentar að fara á Blöndu en það er tilvalin skemmtun fyrir fjölskyldur með ung börn. Landslagið meðfram ánni er fallegt, vatnshraðinn lítill svo nýtt sjónarhorn á náttúruna nýtur sín vel. Þeir sem eru 12 ára og eldri geta farið á Vestrari Jökulsá og sú Austari er fyrir þá sem eru 18 ára og eldri, búa yfir svolítilli reynslu og langar að reyna meira á sig. 
Þegar siglt er niður árnar blasir hvarvetna á leiðinni við stórbrotin náttúra og merkir staðir. Frábær blanda af spennu og skagfirskri náttúrufegurð. 
Reyndir íslenskir og erlendir leiðsögumenn eru í flúðasilgingunum og fyllsta öryggis er gætt.

Bakkaflöt
 Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1986. Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.  Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.  Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.  Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitirpottar, veitingastaður og bar.  
Viking Rafting
Viking rafting er fyrirtæki sem að sérhæfir sig í flúðasiglingum og er staðsett í Skagafirði. Það hefur starfað í 27 ár, og við erum með fjölbreytta og skemmtilega starfsemi. Við erum með eitthvað sem hentar öllum bæði öfgafull fyrir þá ævintýragjörnu og fjölskylduvænt. Flúðasiglingar er svolítið eins og uppáhalds tækið þitt í Disney World, bara án öryggisbeltis! Rétt eins og þar þarft þú ekki að hafa reynslu af flúðasiglingum til að uppgötva hvers vegna ferðir á austur og vestur Jökulsám eru orðnar einkennandi fyrir flúðasiglingar á Íslandi. Við erum reynslumiklir atvinnumenn svo þú þurfir ekki að vera það.