Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hvalaskoðun

Hvalaskoðun er ein helsta afþreying ferðamanna á Norðurlandi. Húsvíkingar og Eyfirðingar voru meðal þeirra fyrstu til að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir hér við land. Fjöldi hvalategunda, hagstætt veður og sjólag gera Norðurland að einu besta hvalaskoðunarsvæði landsins. Skjálfandaflói og Eyjafjörður eru skjólgóðir og einstaklega vel til þess fallnir að sigla um á fallegum sumardegi. Fuglalífið og náttúran skartar sínu fegursta meðan horft er á hrefnur, höfrunga, hnúfubaka og jafnvel steypireyðar leika sér.


Hvalaskoðun á Norðurlandi lætur engan ósnortinn.

Norðursigling Hvalaskoðun
Norðursigling - Umhverfisvæna hvalaskoðunarfyrirtækið Njótið fjölbreytts dýralífs í einstöku umhverfi Skjálfandaflóa um borð í fallegum og endurgerðum eikarbátum. Norðursigling hefur frá árinu 1995 verið í broddi fylkingar í umhverfisvænni ferðaþjónustu og varðveislu strandmenningar og var meðal fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir sem hafa notið sívaxandi vinsælda.  Sjávarþorpið Húsavík er þekkt fyrir frábæra möguleika til hvalaskoðunar og hafa ferðir Norðursiglingar gefið bænum það orðspor að vera höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu. Það er ekki að ástæðulausu en Skjálfandaflói er einn örfárra staða í heiminum sem vitað er að steypireyður, stærsta dýr jarðar, hafi reglulega viðkomu. Markmið Norðursiglingar er að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að endurnýja og viðhalda gömlum eikarskipum. Umhverfisvernd hefur ætíð verið starfsfólki fyrirtækisins hugleikin og var Norðursigling fyrst fyrirtækja í heiminum til þess að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir á rafmagnsskipi. Ásamt fjölda annarra viðurkenninga hlaut fyrirtækið Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2015 auk þess að hljóta silfurverðlaun á hinum eftirsóttu World Responsible Tourism Awards, sama ár, fyrir „Best Innovation for Carbon Reduction“. Auk hvalaskoðunar á Húsavík býður Norðursigling einnig upp á sumarhvalaskoðun á Hjalteyri/Árskógssandi við Eyjafjörð, rafmagnaðar kvöldsiglingar í Reykjavík og vikulangar ævintýraferðir við austurströnd Grænlands, ásamt ýmsum öðrum spennandi sérferðum á norðlægari slóðum. 
Sjóferðir Kela/Keli Sea Tours
Sjóferðir Kela/Keliseatours.is Keli Seatours/Sjóferðir Kela er lítið fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun á Akureyri sem hóf starfsemi sumarið 2017. Fyrirtækið er í eigu þriggja bræðra, Áskelssona, sem gerðu upp gamlan eikarbát sem byggður var af föður þeirra, Áskeli Egilssyni, og félögum hans á Akureyri árið 1975.  Bátinn, sem var fiskibátur í um 40 ár, átti að rífa. Á tímabilinu maí til október eru í boði daglegar siglingar um Eyjafjörð, aðallega hvalaskoðun en einnig er möguleiki á sjóstöng eða einkaferðum sé þess óskað. Við bjóðum upp á frítt kaffi, heitt súkkulaði og kex um borð fyrir viðskiptavini.  Allir farþegar klæðast hlífðarfatnaði um borð (flotgöllum) til þæginda og öryggis og þá er að sjálfsögðu salerni um borð.  Gott er að vera í góðum skóm og taka með sér húfu og vettlinga.  Áætlaður ferðatími í hvalaskoðun er 3 tímar   facebook.com/keliseatours    
Húsavík Adventures ehf.
Húsavík Adventures er afþreyingarfyrirtæki, stofnað árið 2015. Félagið býður upp á tvennskonar ferðir: hvala- og lundaskoðun í Skjálfandaflóa á RIB bátum annarsvegar og hvalaskoðun í miðnætursól hins vegar. Verið velkominn til okkar, miðasalan er að Hafnarstétt 11, Húsavík.  Smelltu hér til að skoða kynningarmyndbandið okkar!
Akureyri Whale Watching ehf.
Hvalaskoðun Akureyri hóf starfssemi á vormánuðum 2016 og býður nú upp á heilsárs hvalaskoðun. Á sumrin er boðið upp á klassíska hvalaskoðun á stærri bátum og hvalaskoðun á hraðskreiðum 12 manna RIB bátum sem kemur þér hraðar að hvalamiðum og í meira návígi við þessar risavöxnu skepnur hafsins. Í ferðum okkar má sjá fallega Eyjafjörðinn, en hann er lengsti og þrengsti fjörður á landinu, en hann er einungis 6-10 km. þar sem hann er þrengstur og dregur nær 60 km. í lengd. Fallegt landslag er við fjörðinn og er hann umkringdur fjöllum í allar áttir, þar með talið Súlur í botni fjarðarins sem nær tæplega 4 km. yfir sjávarmál. Áhugaverðir staðir á leiðinni á hvalamið eru sem dæmi Dagverðaeyri, Svalbarðseyri, Hjalteyri, Hrísey, Grenivík, Hauganes, Árskógarsandur, Dalvík og náttúrulegi jarðhitafossinn úr Vaðalheiðargöngum sem rennur út í sjó. Ferðirnar okkar eru náttúrulífsferðir og því er hver ferð einstök. Leiðsögumenn okkar segja á skemmtilegan og fræðandi hátt frá dýralífinu og nærumhverfinu í ferðunum okkar. Við leggjum mikið upp úr umhverfismálum og kappkostum við að bjóða upp á hágæða ferðir með eins litlum áhrifum á umhverfið og hægt er.   Áætlun: Akureyri Hvalaskoðun: Tímabil: Brottfarir: Lengd: 1.jan - 31. jan Daglega kl. 11:00 2,5-3,5 klst 1. feb-31. mars Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst 1. apr-31. maí Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls 1. júní-31. ágúst Daglega kl. 09:00, 13:00, 17:00 & 20:30* 2,5-3,5 kls 1. sept-30. sept Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls 1. okt-30. nóv Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst 1. des-31.des Daglega kl. 11:00 2,5-3,5 klst   *20:30 ferðirnar hefjast 15. júní og enda 14. ágúst  Hvalaskoðun express:  Tímabil: Brottfarir: Lengd: 15. apr-31. maí Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst 1. jún-31. ágúst Daglega kl. 10:00, 12:00*, 14:00, 16:00* & 20:00* 2 klst 1. sept-30. sept Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst  * Ferðirnar kl. 12:00, 16:00 og 20:00 hefjast 15. júní. Ferðirnar kl. 20:00 enda 15. ágúst.
Special Tours Akureyri
Hvalaskoðunarferðir með Special Tours frá Akureyri eru spennandi upplifun fyrir alla náttúruunnendur! Ferðirnar okkar um fallega Eyjafjörðinn bjóða upp á kynni af hnúfubökum og öðrum hvalategundum í sínu náttúrulega umhverfi.  Fróðir og vingjarnlegir leiðsögumenn okkar auðga hverja ferð með innsýn í dýralíf og landslag Norðurlands, og hraðskreiða en þægilega katamaran okkar Lilja býður upp á hið fullkomna skip fyrir stefnumót við hvalina.  Við bjóðum uppa hvalaskoðun frá maí til september með daglegum brottförum klukkan 9:00 og 13:00.
Whale Watching Hauganes
Whale Watching Hauganes er elsta hvalaskoðun landsins staðsett í hjarta Eyjafjarðar í aðeins 25 mínútna fjarlægð norður af Akureyri. Þar sem hvalirnir eru ávallt stutt frá Hauganesi henta eikarbátarnir okkar tveir fullkomlega til hvalaskoðunar þar sem þeir fara tiltölulega hægt yfir sem gerir gestum okkar kleyft að njóta ferðarinnar enn betur. Við bjóðum upp á stjóstöng í lok ferðanna okkar.   Ferðirnar okkar eru kolefnisjafnaðar sem þýðir það að við gróðursetjum eitt tré fyrir hverja ferð ásamt því að við blöndum olíuna á bátana okkar með lífdísli sem framleiddur er á Akureyri úr djúpsteikingarolíu af veitingastöðum svæðisins.   Við sjáum hnúfubak í öllum okkar ferðum en einnig hrefnur, hnýsur og höfrunga. Nokkrum sinnum á árum sjáum við háhyrninga og steypireyðir sem er alltaf tilkomumikil sjón.   Einnig á Hauganesi er afar vinsæll veitingastaður, Baccalá Bar, tjaldstæði og heitir pottar niðri við Sandvíkurfjöru. Bjórböðin eru svo hér rétt í 5 mínútna akstursleið norður frá okkur. Daglegar ferðir kl 13:30 (þegar lágmarksfjöldi næst). Sjóstöng í lok ferðar. Hver ferð er 2,5 til 3 klst. Innifalið: hlýir gallar, sjóstangir, kaffi og kakó með bakkelsi.   Upplýsingar í síma 867 0000, á whales@whales.is eða www.whales.is  
Friends of Moby Dick
Hafið samband vegna bókana.
Gentle Giants
Hvalaskoðun og ævintýri á sjó frá Húsavík LANGAR ÞIG Í ALVÖRU ÆVINTÝRI? Skemmtilegir afþreyingarmöguleikar í einstakri náttúru og fegurð á Skjálfandaflóa. Við bjóðum uppá alls konar bátsferðir frá Húsavík. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum við öll tilefni. Gentle Giants er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með 160 ára fjölskyldusögu við Skjálfandaflóa og áratuga reynslu í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir. FJÖR Í FLATEY Upplifðu paradís Skjálfandaflóa í allri sinni dýrð með einstaka náttúru og ríku fuglalífi. Gentle Giants býður uppá alls konar sérferðir frá Húsavík til Flateyjar. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa við öll tilefni, einfalt eða lúxus með öllu. Fyrirtækið er með sterkar rætur í Flatey og hefur uppá að bjóða glænýja og umhverfisvæna byggingu með stórum veislusal ásamt úti grillaðstöðu í eyjunni. Verið velkomin um borð!
Arctic Sea Tours ehf.
Arctic Sea Tours er fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun staðsett á Dalvík, 30 mín frá Akureyri. Við viljum að ferðir okkar séu ævintýri og berum mikla virðingu fyrir upplifun gesta okkar um borð. Hvalaskoðunin fer fram í Eyjafirði oftast í kringum Hrísey. Við bjóðum uppá kuldagalla fyrir alla, heitan drykk og meðlæti. Í hverri ferð er stoppað til að veiða í 10 - 15 mínútur, síðan er fiskurinn sem veiddist smakkaður af grilli eftir ferðina. Arctic Sea Tours rekur tvo eikarbáta sem voru smíðaðir á Íslandi, bátunum hefur verið breytt samkvæmt ströngustu kröfum Samgöngustofu. Einnig rekur Arctic Sea Tours Rhib bát, sem bíður upp á frábæra upplifun. Áhöfnin hefur öll hlotið þjálfun hjá Slysavarnaskóla sjómanna.  Frá árinu 2011-2015 sáust hvalir í 98% - 99,5% ferða okkar, algengustu tegundir eru hnúfubakar, höfrungar, hnísur, hrefnur og stöku sinnum háhyrningar og stærsta dýr jarðar, steypireyður. Skoðið frábæra umsögn gesta okkar um Arctic Whale Watching á TripAdvisor.com. Arctic Sea Tours starfar undir vörumerki Arctic Adventures.

Aðrir (2)

Special Tours Akureyri Oddeyrarbót 1 600 Akureyri 848-9038
Arctic See Angling and Hunting Böggvisbraut 6 620 Dalvík 663-8828