Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það getur verið gagnlegt að heimsækja ferðaskrifstofu annað hvort á netinu eða utan, við skipulagningu ferðar, hvort sem ætlunin er að bóka hópferð eða ferðast á eigin vegum.

Ytra Lón Farm Lodge
Ytra Lón er við veg nr.869, 14 km norðaustur af Þórshöfn. Flugferðir eru til og frá Akureyri alla daga nema um helgar. Ertu að leita að ró og næði? Við getum mælt með þetta notalega gistiheimili. Þar sem það er staðsett á miðju Langanesi er það góður kostur til að byrja skoðunarferð um þennan norð-austur hluta Íslands. Það er afskekkt, en virkilega þess virði. Friður fyrir sálina, með fjöllin, hafið, fuglana... Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn.  Við bjóðum upp á:  Morgunmatur og kvöldmatur með ferskum afurðum úr sveitinni, s.s. lambakjöt af eigin framleiðslu og ferskur silungur úr lóninu. Leiðsögn um búið Heitur pottur Silungsveiði í lóninu Skoðunarferðir um Langanesið
Akureyri - Icelandair
Icelandair flýgur reglulega á milli Reykjavíkur og Akureyrar frá Reykjavíkurflugvelli. Flugtíminn er aðeins 45 mínútur og því er innanlandsflug tilvalið fyrir þau sem vilja skjótast norður og skoða allt það góða sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Kjarnaskógur, Hlíðarfjall, Listagilið, Hof, Eyrin, Þelamörk og Sveitin eru allt dæmi um hrífandi staði svæðisins.  Frá 15. október til 30. nóvember verður boðið upp á beint flug, þrisvar sinnum í viku, á milli Akureyrar og Keflavíkur til að tengja við millilandaflug Icelandair um Keflavíkurflugvöll, en tímasetningarnar henta vel fyrir flug til Evrópu. Nánari upplýsingar um beint flug á milli Akureyrar og Keflavíkur má finna hér.  Frá Reykjavíkurflugvelli er einnig boðið upp á flug til Ísafjarðar, Egilsstaða, og yfir Verslunarmannahelgina er hægt að fljúga til Vestmannaeyja. 
Viking Heliskiing
Viking Heliskiing sérhæfir sig þyrluskíðaferðum og hefur aðsetur á Tröllaskaga, nánar tiltekið frá Sigló Hóteli á Siglufirði. Tröllaskaginn er paradís fyrir fjallaskíðamennsku með þúsundir brekka sem bíða þess að vera skíðaðar og hafa jafnvel aldrei verið skíðaðar áður. Viking Heliskiing var stofnað af þeim Jóhanni Hauki Hafstein og Björgvini Björgvinssyni. Jóhann og Björgvin eru báðir fyrrum landsliðsmenn í alpagreinum og ólympíufarar fyrir Íslands hönd. Eftir að keppnisferlinum lauk þá hafa þeir félagar snúið sér að fjalla- og þyrluskíðamennsku við góðan orðstír. Viking Heliskiing hefur sett saman gríðarlega öflugan hóp af starfsfólki á öllum sviðum til að tryggja að dvöl gesta verði sem best. Leiðsögumennirnir eru sérhæfðir í erfiðum aðstæðum og þeir munu ávalt velja bestu brekkurnar fyrir hvern og einn, en fyrst og fremst tryggja öryggi gesta okkar. Ef þig langar að skíða niður langar og þægilegar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða brattar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða mjög brattar og krefjandi brekkur, þá gerum við það. Leiðsögumenn okkar munu þó passa uppá að okkar gestir ætli sér ekki um of í brekkunum því öryggi okkar gesta er ávallt í forgang.
Sportferðir ehf.
Sportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða  hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila. Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði.  Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa.  Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7  fullbúin sumarhús.
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.  Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.  Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.  Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.  Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.  Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
Fosshótel Mývatn
Fosshotel Mývatn býður upp á 92 herbergi í einstaklega fallegu umhverfi við Mývatn. Hótelið er hannað af verðlaunuðum arkitektum og hefur eins lítil umhverfisáhrif og mögulegt er. Hönnun hússins miðar við að það falli sem best inn í umhverfið. Hægt er að velja svítur og herbergi með útsýni yfir vatnið, auk venjulegra herbergja. Á hótelinu er gufubað með útsýni yfir vatnið og á jarðhæðinni er að finna frábæran veitingastað með fallegu útsýni, en hann tekur á móti allt að 120 manns í einu.  Ókeypis þráðlaust net Morgunverður í boði Ókeypis bílastæði Veitingastaður  Bar Fundaraðstaða Hleðslustöð  Hluti af Íslandshótelum.
Bergmenn ehf.
Jökull Bergmann er stofnandi Bergmanna og jafnframt fyrsti og eini faglærði fjallaleiðsögumaður landsins. Bergmenn sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku. Á Íslandi leggjum við megináherslu á fjallaskíða- og þyrluskíðaferðir á vorin ásamt fjallgöngum á landsins hæstu tinda. Á sumrin klífum við kletta og fjöll ásamt því sem við bjóðum uppá sérsniðnar fjallaferðir í Alpana, til Grænlands eða á hvern þann tind sem hugur þinn girnist. Ef þú ert að leita að ógleymanlegri upplifun undir öruggri handleiðslu fagmanna eru Bergmenn til þjónustu eiðubúnir. Sjáumst á fjöllum. www.bergmenn.comwww.arcticheliskiing.comwww.ravenhilllodge.comwww.karlsa.com                                         
Iceland Hunting Guide
Pólar Hestar
Sveitabærinn Grýtubakki II er staðsettur við Eyjafjörð, lengsta fjörð Íslands. Frá árinu 1985 hefur þar verið boðið upp á fjölbreytilegar  hestaferðir, bæði lengri og styttri ferðir um hið stórkostlega landslag á Norðurlandi. Á bænum eru 180 hross allt árið. Það sem bíður gestsins á Grýtubakka II, forvitnir ungir hestar,dularfullar álfaborgir, víkingafjársjóður falinn í jörðu,undurfallegir dalir, fjöll og ár. Það er riðið um afskekkta dali Norðurlands, og með hjörð af lausum hestum að Mývatni. Á haustin, þegar fyrstu snjókornin bera vott um komu vetrarins, gætu gestir okkar upplifað nýjustu ferðina okkar, ,,Haustlitir og norðurljós". Hestaferðir Pólarhesta eru mismunandi að lengd, og hægt er að finna ferðir sem hæfa bæði vönum og óvönum hestamönnum. Allar upplýsingar eru á heimasíðunni okkar www.polarhestar.is
Hestasport Activity Tours
Hestasport býður upp á hestaferðir við Varmahlíð í Skagafirði.  Ferðirnar eru allt frá 1/2 klst upp í 8 daga ferðir um hálendið. Einnig bjóðum við gistingu í sumarhúsum við Varmahlíð, allt frá 35 fermetra "stúdío" húsum upp í 80 fermetra hús.   Stuttir hestaferðir eru í boði allt árið!
Arctic Heli Skiing
Arctic Heli Skiing leggur áherslu á fyrsta flokks þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga og á Grænlandiog bjóða þér upp á að taka þátt í stórkostlegu ævintýri á fjöllum. Arctic Heli Skiing varstofnað árið 2008 af Jökli Bergmann, sem hefur yfir 20 ára reynslu af fjallaskíðamennsku áTröllaskaga og víðsvegar um heiminn. Arctic Heli Skiing heyrir undir Bergmenn, sem sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku (www.bergmenn.com).  Skíðasvæðið sem opnast með aðstoð þyrlunnar er gríðarlega umfangsmikið eða tæpir 4000ferkílómetrar beggja vegna Eyjafjarðar þar sem allar tegundir skíðabrekkna er að finna, alltfrá bröttustu giljum til víðáttumikilla hvilftarjökla, sem þýðir að allt skíðafólk finnur eitthvaðvið sitt hæfi. Það að skíða af hæstu tindum Tröllaskagans alveg niður í svartar sandfjörur ímiðnætursól er einstök upplifun sem enginn má missa af að prófa þó ekki sé nema einusinni á lífsleiðinni. Þyrluskíðun hefst í lok febrúar og við skíðum alla vormánuðina, allt þar til í seinni hluta júnímeð frábæru vorskíðafæri. Þar sem Tröllaskaginn er strandfjallgarður eru snjóalög þykk ogað sama skapi stöðug hvað varðar snjóflóðahættu þegar líða tekur á vorið. Þannig getum viðskíðað brattari brekkur en gengur og gerist í þyrluskíðamennsku annars staðar í heiminum.Veðurfar á Tröllaskaga í apríl og maí er tiltölulega stöðugt á íslenskan mælikvarða meðlöngum stillum og sólríkum dögum. Þó það geti gert slæm veður þá vara þau yfirleitt ekkilengi á þessum tíma, og með löngum dögum vorsins er hægt að skíða nánast 24 tíma ásólarhring. Skoðaðu heimasíðuna okkar til að sjá frábærar myndir, myndbönd og greinar og til aðfræðast meira um okkur og ferðirnar sem við bjóðum upp á. Hvort sem það er í þyrluskíðun,fjallaskíðun, fjallgöngum eða klifri þá eru öryggi og fagmennska kjörorð okkar og við leggjumokkur fram til þess að upplifun þín verði stórkostleg.Hlökkum til að sjá þig á fjöllum.www.arcticheliskiing.comwww.bergmenn.comwww.ravenhilllodge.comwww.karlsa.com
Hestasport sumarhús
Með glæsilegu útsýni yfir víðáttumikla sléttu og fjöll Skagafjarðar, eru sjö heillandi timburhús þar sem er kjörinn staður til að njóta frísins, allan ársins hring. Upplifðu Norðurland og njóttu þeirra endalausu ævintýramöguleika sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða. Sumarhúsin eru mismunandi að stærð, frá stúdíóíbúðum (2-4 manns) til rúmgóðra húsa. Þau eru staðsett saman upp á hæð, í göngufæri frá Varmahlíð. Í miðju sumarbústaðarsvæðisins er heitur pottur þar sem hægt er að njóta útsýnisins, miðnætursólarinnar og norðurljósa.  Í Varmahlíð er góður þjónustukjarni: upplýsingamiðstöð, matvöruverslun, veitingastaður, bensínstöð, sundlaug og fleira.
Ferðaskrifstofan Nonni
Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu. Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa. Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.
Fosshótel Húsavík
  Fosshotel Húsavík er vinalegt og vel útbúið hótel í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina. Húsavík er sannkölluð hvalaskoðunarmiðstöð Íslands, en hvalir og hafið setja svip sinn á innréttingar í hluta hússins. Á hótelinu er að finna veitingastaðinn og barinn Moby Dick, ásamt 6 ráðstefnu- og veislusölum fyrir allt að 350 manns. 63 standard herbergi 47 deluxe herbergi Morgunverður í boði Samtengd fjölskylduherbergi Veitingahús og bar Fundaraðstaða Ókeypis þráðlaust net Veitingastaðurinn Moby Dick Hleðslustöð Hluti af Íslandshótelum.
Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili
Í boði er gisting í nýuppgerðu gistihúsi sem rúmar allt að 14 manns í uppábúnum rúmum. Í húsinu eru 5svefnherbergi og tvö baðherbergi. Vel útbúið eldhús sem ásamt notalegri stofu og borðstofu. Húsið er allt hið glæsilegasta. Við húsið er upphituð verönd með garðhúsgögnum , gasgrilli og heitum potti.  Hestaleiga: Við höfum mikið úrval af frábærum hestum bæði fyrir óvana sem og vana reiðmenn. Hægt er að panta bæði lengri sem styttri ferðir. Vinsælasta ferðin okkar er 2 klst reiðtúrinn enda er farið með gesti um falleg landslag á friðsælum stað hér ofan við bæinn.  Hestaferðir: Í boði eru jafnt lengri sem styttri hestaferðir um ægifagran Skagafjörðinn jafnt sumar sem haust. Sjá nánar á vefsíðunni okkar. 
Grímsey - Norlandair
Flugáætlun: Akureyri - Grímsey Akureyri - Vopnafjörður - Þórshöfn Akureyri - Nerlerit Inaat Reykjavík - Bíldudalur Reykjavík - Gjögur Nánar: https://www.norlandair.is/is/upplysingar/flugaaetlun
SBA-Norðurleið
 SBA - Norðurleið sérhæfir sig í útleigu hópferðabifreiða og er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi.Fyrirtækið er með starfstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði.   SBA-Norðurleið leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum góða bíla sem henta við öll tækifæri. Bílaflotinn samanstendur 100 vel útbúnum bifreiðum til sumar-og vetraraksturs sem taka 6-73 farþega í sæti ogþar af eru nokkrir öflugir fjórhjóladrifnir (4X4) rútur sem auka möguleika og öryggi í fjalla- og vetrarferðum.   Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur stjórnenda, bifvélavirkja, bílstjóra og leiðsögumanna með yfir þriggjaáratuga reynslu af rekstri hópferðabíla.   Það getur verið þægilegur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur að leigja rútu.  Algengustu verkefni SBA-Norðurleiðar:  · Lengri og styttri hópferðir fyrir ferðaskrifstofur, fyrirtæki og einkaaðila.  · Þjónusta við skemmtiferðaskip  · Íþróttaferðir  · Akstur til og frá flugvelli  · Skólahópar  · Ráðstefnuhópar  · Akstur í tengslum við veislur og hátíðleg tækifæri  Til að fá tilboð eða frekari upplýsingar sendið tölvupóst á sba@sba.is. Öllum fyrirspurnum er svaraðeins fljótt og auðið er.   
VERDI Travel
VERDI ferðaskrifstofa varð til við samruna Ferðaskrifstofu Akureyrar og VITA Sport í janúar 2023. Við kappkostum að mæta óskum og þörfum viðskiptavina okkar og bjóðum þekkingu og áratuga reynslu starfsmanna í ferðaþjónustu. Við leitumst eftir því að þjónusta allt landið, hvort sem það eru ferðir frá Keflavíkurflugvelli, Akureyrarflugvelli eða Egilsstaðaflugvelli.  Sumarfríið, vetrarfríið, sportferðir, helgarferðir, hópaferðir, hvataferðir eða hvað sem er – við getum aðstoðað. Verð velkomin á skrifstofur okkar að Strandgötu 3 á Akureyri og Ármúla 11 (2. hæð) í Reykjavík.
Ferðaskrifstofa Skagafjarðar
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Sóti Lodge / Summit Heliskiing
Ferðaskrifstofan Sóti Summits leiðir saman fólk sem þyrstir í ævintýri í náttúru Íslands. Lögð er áhersla á að veita gæðaþjónustu og skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir gesti.  Ferðaframboðið er byggt á grunni þess sem starfsfólk og aðstandendur Sóta vilja upplifa og njóta sjálf, en m.a. býður Sóti Summits námskeið fyrir gönguskíðafólk, fjallaskíðakappa, kayakræðara og fjallahjólafólk. Auk þessa hannar Sóti Summits ferðir fyrir hvers kyns hópa, setur saman sérhannaða dagskrá, sér um allar ferðaskipulagningu og heldur utan um hópinn á meðan á dagskrá stendur. Þetta er tilvalinn kostur fyrir vinahópa og fjölskyldur, sem og vinnustaði sem vilja auðga vinnustaðamenninguna, ræða framtíðarsýn og stefnumál og friðsælu umhverfi, eða hrista ghópinn saman með þátttöku í útivist og ævintýrum.
Sel-Hótel Mývatn
Sel er fjölskyldufyrirtæki síðan 1973 og byrjaði sem verslun og skyndibita staður. Fyrsta hluti hótelsins var ekki byggður fyrr en árið 2000 og síðan stækkuðum við árið 2015. í dag erum við með 54 herbergi af nokkrum gerðum og stærðum sem hægt er að skoða nánar á heimasíðu okkar.  Sel Hótel Mývatn er á fullkomnum stað til að hlaða batteríin og njóta þess að vera í fríi. Hvert herbergi er rúm gott með sér baðherbergi og hefur mikilfenglegt útsýni, hvort sem það er yfir Skútustaðagígana, Stakhólstjörn, bóndabæinn og til fjalla og jökla. 54 herbergi Einstök staðsetning Frábær veitingarstaður Happy hour Persónuleg og góð þjónusta Morgunverðarhlaðborð innifalið
Þórshöfn - Norlandair
Flugáætlun: Akureyri - Grímsey Akureyri - Vopnafjörður - Þórshöfn Akureyri - Nerlerit Inaat Reykjavík - Bíldudalur Reykjavík - Gjögur Nánar: https://www.norlandair.is/is/upplysingar/flugaaetlun
Icelandhorsetours - Helluland
Á Hellulandi í Skagafirði býðst þér að fara á hestbak og skiptir þá engu máli hvort þú ert vanur eða óvanur. Boðið er upp á styttri eða lengri ferðir, fyrir einstaklinga eða hópa – við gerum okkar besta til að gera túr sem henda þér!
Norðursigling Hvalaskoðun
Norðursigling - Umhverfisvæna hvalaskoðunarfyrirtækið Njótið fjölbreytts dýralífs í einstöku umhverfi Skjálfandaflóa um borð í fallegum og endurgerðum eikarbátum. Norðursigling hefur frá árinu 1995 verið í broddi fylkingar í umhverfisvænni ferðaþjónustu og varðveislu strandmenningar og var meðal fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir sem hafa notið sívaxandi vinsælda.  Sjávarþorpið Húsavík er þekkt fyrir frábæra möguleika til hvalaskoðunar og hafa ferðir Norðursiglingar gefið bænum það orðspor að vera höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu. Það er ekki að ástæðulausu en Skjálfandaflói er einn örfárra staða í heiminum sem vitað er að steypireyður, stærsta dýr jarðar, hafi reglulega viðkomu. Markmið Norðursiglingar er að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að endurnýja og viðhalda gömlum eikarskipum. Umhverfisvernd hefur ætíð verið starfsfólki fyrirtækisins hugleikin og var Norðursigling fyrst fyrirtækja í heiminum til þess að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir á rafmagnsskipi. Ásamt fjölda annarra viðurkenninga hlaut fyrirtækið Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2015 auk þess að hljóta silfurverðlaun á hinum eftirsóttu World Responsible Tourism Awards, sama ár, fyrir „Best Innovation for Carbon Reduction“. Auk hvalaskoðunar á Húsavík býður Norðursigling einnig upp á sumarhvalaskoðun á Hjalteyri/Árskógssandi við Eyjafjörð, rafmagnaðar kvöldsiglingar í Reykjavík og vikulangar ævintýraferðir við austurströnd Grænlands, ásamt ýmsum öðrum spennandi sérferðum á norðlægari slóðum. 
Icelandic Adventures
 Vélsleðaferðir Þú getur valið um 1-2 klst vélsleðaferð, ævintýraferð eða fjölskylduferð.Upplifðu vetrarævintýri á norðurlandi á vélsleða í nágrenni Akureyrar –spennandi leið til að kanna stórbrotna náttúru norðursins. Þessi ferð býður uppá ógleymanlega reynslu um hrjóstrugt landslag og er fullkomin fyrir þá semvilja njóta fegurðar og spennu vetrarins á norðurlandi.  Einnig bjóðum við upp á dorgveiði ferðir í nágrenni Akureyrar.  
Fjallasýn
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem hefur sérhæft sig í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á norðausturland, með eða án leiðsagnar. Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Fyrirtækið er með aðsetur í Reykjahverfi, í næsta nágrenni Húsavíkur en það hamlar ekki því að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu t.d. til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík og Keflavík. Við þjónustum íslenska og erlenda hópa sem koma til landsins hvort sem er með flugi eða skemmtiferðaskipum. AKSTUR og trúss með útivistarhópa Fjallasýn bíður upp á að aka útivistarhópum milli staða t.d. að upphafspunkti leiðar og sækja þá þangað sem þau hafa hug á að ljúka ferð. Einnig getum við trússað þ.e. flutt farangur milli staða / skála. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í nágrenni Húsavíkur. Þaðan er stutt til margra náttúrperlna með góðum möguleikum til hreyfingar, svo sem Vatnajökulsþjóðgarðs með Jökulsárgljúfrum og Öskju, Mývatn, Flateyjardals ofl. ofl. Fjallasýn bíður uppá akstur til og frá Húsavíkurflugvelli í tengslum við flug með Flugfélaginu Erni. Ennfremur akstur innanbæjar á Húsavík eða úr næsta nágrenni t.d. í og úr Sjóböðunum.
Saltvík ehf.
Í Saltvík er boðið uppá gistingu í gamla sveitabænum og er sú gisting helst notuð fyrir þá gesti sem taka þátt í fjöldaga reiðtúrum. Í gamla húsinu eru 6 herbergi, fyrir 2-4 einstaklinga hvert og sameiginlegu baðherbergi.  EInnig er í boði gisting í nýja gistiheimilinu, þar eru 7 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og jafnframt íbúð sem hentar vel fyrir 4-5 manns. Gistiheimilið er staðsett 5km frá miðbæ Húsavíkur og býður uppá gistingu með útsýni yfir nærlyggjandi fjöll og Skjálfandaflóa.  Undanfarin 20 ár höfum við skipulagt 5-10 daga hestaferðir uppá hálendi Íslands. Þessar ferðir eru í boði undir nafninu Riding Iceland og er hægt að fá frekari upplýsingar á síðunni www.riding-iceland.com. Í Saltvík er einnig boðið uppá fjölbreyttar hestaferðir sem henta öllum, reyndum knöpum og byrjendum.  Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og ferða.
Scandinavia Travel North ehf.
Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv. Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best. Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð. Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið. Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka. Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 
no17.is Private Service / Auðun Benediktsson
Starfssemi fyrirtækisins er sala dagsferða, fjöldagaferða eða transfer,hvert viltu fara og hvenær viltu fara. !   Lögð er áhersla á að veita persónulega þjónustu sérsniðna að þörfum hvers og eins.  Áralöng reynsla  starfsmanna af ferðaþjónustu kemur viðskiptavinum til góða í þeirri viðleitni að tryggja hátt þjónustustig. Sérstaklega er bent á þjónustu við fatlaða þar sem fyrirtækið hefur yfir að ráða sérútbúnum bíl sem getur tekið allt að 4 hjólastóla.
Scandic Mountain Guides
Scandic Mountain Guides er fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjallaskíðamennsku. Fyrirtækið er staðsett á bænum Hóli í Ólafsfirði á Tröllaskaga, en Tröllaskaginn er einmitt perla fyrir fjallaskíðamenn og göngufólk. Möguleikarnir sem Tröllaskaginn býður uppá eru endalausir og munu allir geta fundið brekkur við hæfi og upplifað einstaka náttúrufegurð. Scandic Mountain Guides gefur þér forskot á aðra skíðamenn. Scandic Mountain Guides var stofnað af þeim Jóhanni Hauki Hafstein og Björgvini Björgvinssyn árið 2015. Jóhann og Björgvin eru báðir fyrrum landsliðsmenn í alpagreinum og ólympíufarar fyrir Íslands hönd. Eftir að keppnisferlinum lauk þá hafa þeir félagar snúið sér að fjalla- og þyrluskíðamennsku.. Þeir Jóhann og Björgvin reka einnig þyrluskíða fyrirtækið Viking Helisking við góðan orðstír. Scandic Mountain Guides hefur í samstarfi við Viking Heliskiing sett saman gríðarlega öflugan hóp af starfsfólki á öllum sviðum til að tryggja að dvöl gesta verði sem best og að þeir njóti verunnar með okkur í víðara samhengi en bara á skíðum. Leiðsögumenn okkar eru allt frá ólympíuförum með mikla kunnáttu á tækni til fjallaskíðunar og munu aðstoða okkar gesti sé þess óskað, til leiðsögumanna með UIAGM/IFMGA fjallaleiðsögu réttindi og 35 ára reynslu. Okkar leiðsögumenn gjör þekkja Tröllaskagan og munu ávalt velja bestu brekkurnar fyrir okkar gesti út frá þeirra hagsmunum, áhuga og líkamlegri getu, en fyrst og fremst með öryggi þeirra í fyrirrúmi. Tröllaskaginn er þekktur fyrir sín fjölmörgu og háu fjöll sem bjóða upp á þúsundir valmöguleika þegar kemur að fjallaskíðun. Verandi umkringdur Norður Atlantshafinu gerir útsýnið einstakt og möguleikan á að skíða frá toppi niður í fjöru að einstakri upplifun sem fæstir vilja missa af. Samstarfið við Viking Heliskiing gerir það að verkum að okkar gestir hafa val um að fá aðstoð frá þyrlu til að ná til svæða sem annars væru utan seilingar. Það er fátt betra en að láta þyrlu skutla sér á topp fjalls og byrja á því að skíða niður áður en þú hefur gönguna upp næsta fjall til að skíða aðra ótrúlega brekku. Þyrlan getur síðan sótt hópinn í lok dags og jafnvel skilið hann eftir á toppi fjallsins fyrir ofan Hól þar sem hópurinn gistir, og hópurinn skíðar alveg niður að Hóli. Hvernig hópurinn eyðir restinni af deginum er undir honum komið en valmögueikarnir á annari afþreyingu eru gríðarlegir. Nefndu það og við gerum allt til þess að þú fáir að upplifa það sem þú villt. Endilega hafið samband og saman munum við skipuleggja frábæra daga sem gleymast aldrei.
Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum
Lýtingsstaðir er skagfirskur sveitabær með hrossarækt, staðsettur 19 km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð. Héðan er stutt á Sprengisand og á Kjalveg. Hestatengd ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum síðan árið 2000. Boðið er upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana. Lágmarksaldur til að fara í reiðtúr er 6 ára en hægt er að teyma undir börn 3-6 ára heim á hlaði og í kringum torfhúsin okkar. Það er líka hægt að koma bara í smá kynningarheimsókn og hestaknús. Lýtingsstaðir býður upp á gistingu í þremur gestahúsum (20fm og 41fm) sem hýsa 4-6 manns. Í húsunum er sér baðherbergi með sturtu. Einnig lítið eldhús.  Innblásið af sögu bæjarins var hlaðið gamaldags hesthús, skemma og rétt úr torfi. Torfhúsin eru meistaraverk íslensks handverks og hýsa sýningu með gamaldags reiðtygjum og annað. Hljóðleiðsögn er í boði sem hentar vel frá 6 ára aldri og tekur um það bil 30 mínútur.
Arctic Trip
Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey. Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði. Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!” Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar. Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar. Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.
Iceland Fishing Guide
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. Sjá einnig www.icelandicadventures.is

Aðrir (30)

Top Iceland Tours ehf. 626-9000
Pink Iceland Hverfisgata 39 101 Reykjavík 562-1919
TourDesk Lækjartorg 5 101 Reykjavík 5534321
Iceland Unlimited ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík 415-0600
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Mundo ehf. Eiðistorg 170 Seltjarnarnes 561-4646
Season Tours Fífuhjalli 19 200 Kópavogur 8634592
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Adventure Patrol sf. Flesjakór 13 203 Kópavogur 666-4700
Íslandshestar Fjarðargata 13-15 220 Hafnarfjörður info@island
Steinbjörn´s Horsetrips Höfðabraut 46 530 Hvammstangi 893-5070
Dynhestar ehf. Bjargshóll 531 Hvammstangi 451-2631
Lynghorse Lynghóll 551 Sauðárkrókur 868-7224
NW Adventures ehf. Glaumbær 560 Varmahlíð 867-8133
Deplar Farm Deplar 570 Fljót +1 970 237
Soleil de minuit Brekkugata 13 600 Akureyri 847-6389
Trans - Atlantic Tryggvabraut 22 600 Akureyri 588-8900
Upplifun og ævintýri Skipagata 18 600 Akureyri 4602080
Icelandic Hunting Adventures Brúnahlíð 5 601 Akureyri 896-8404
Inspiration Iceland Knarrarberg 601 Akureyri 865-9429
Alkemia Helgafell 606 Akureyri 847-4133
Sport Tours Melbrún 2 621 Dalvík 8942967
Tilvera Expeditions ehf. Höfðavegur 5b 640 Húsavík 8931751
Arctic Nature Experience Smiðjuteigur 7 641 Húsavík 464-3940
Arctic Angling Hafnarbraut 2 675 Raufarhöfn 780-6995
North East Travel Brekkustígur 1 685 Bakkafjörður 8924002
Smyril Line Fjarðargata 8 710 Seyðisfjörður 470-2803