Samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Norðurlands taka þátt í samstarfi fyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi í ferðamálum í samræmi við samstarfssamning og greiða árgjald til MN. Einungis fyrirtæki sem hafa öll tilskilin leyfi frá Ferðamálastofu og öðrum yfirvöldum til rekstrar í atvinnugreininni geta orðið samstarfsfyrirtæki MN.
Við teljum að það sé hagur fyrirtækjanna, starfsgreinarinnar og leið til öflugrar markaðssetningar að sem allra flest starfandi ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi séu með, því þá verður slagkraftur okkar mestur. Með samstilltu átaki okkar allra munum við auka vægi Norðurlands enn frekar í tengslum við markaðssetningu Íslands, fjölga ferðamönnum á Norðurlandi allt árið og síðast en ekki síst lengja dvöl þeirra á Norðurlandi.
Hægt er að fylgjast með starfi MN á Facebook og á vefsvæðinu www.northiceland.is/is/mn
Skráning í samstarf