Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Markaðsstofa Norðurlands (MN) hefur starfað frá árinu 2003 en skrifstofan er samstarfsvettvangur Norðurlands í ferðamálum.
    Helsta hlutverk MN er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.
    Markaðsstofa Norðurlands gengir hlutverki áfangastaðastofu Norðurlands.

    Lesa meira

    Fréttir frá starfinu

    • Mynd frá Stjórnarráðinu.

      Brúnastaðir hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025

      Bændurnir Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkarðsson á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði hlutu í gær landbúnaðarverðlaun ársins 2025, sem voru afhent á Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands.
    • Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi

      Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu.
    • Samstaða um markaðsmál - Fundaröð í mars og apríl

      Markaðsstofa Norðurlands býður uppá fundi víðsvegar um Norðurland frá 18. mars - 29. apríl 2025.
    • Nýr vefur fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands

      Áfangastaðaáætlun Norðurlands hefur nú verið gefin út á vefnum í fyrsta sinn, á sérstöku vefsvæði, sem unnið hefur verið í samstarfi við Ferðamálastofu og Markaðsstofur landshlutanna

    Verkefni

    Áfangastaðaáætlun
    Áfangastaðaáætlun Norðurlands er unnin af Markaðsstofu Norðurlands (MN) í samstarfi við Ferðamálastofu og nær yfir allt starfssvæði MN eða frá Hrútafirði yfir á Bakkafjörð
    Demantshringurinn
    Vörumerkið, fyrirtækin og lykilstaðir.
    Flugklasinn Air 66N
    Verkefni Flugklasans í gegnum árin, skýrslur, fréttir og önnur gögn.
    Norðurstrandarleið
    Handbækur, skráning og þróun á verkefni.
    Okkar Auðlind
    Þau sem starfa í ferðaþjónustu þekkja vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Þau vita hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á Íslandi vex og dafnar. Þau þekkja hvernig ferðaþjónustan skapar Íslandi gott orðspor og hvernig sífellt fleiri líta til Íslands þegar kemur að því að ferðast á öruggan stað þar sem óspillt náttúran spilar lykilhlutverk.

    Yfirlit yfir starfsemi MN árið 2023