Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Norðurlands (MN) hefur starfað frá árinu 2003 en skrifstofan er samstarfsvettvangur Norðurlands í ferðamálum.
Helsta hlutverk MN er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.
Markaðsstofa Norðurlands gengir hlutverki áfangastaðastofu Norðurlands.

Lesa meira

Fréttir frá starfinu

  • Ferðaþjónustufólk kemur saman

    Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spennandi viðburðum með mismunandi áherslum.
  • Norðurhjarasvæði - Stöðugreining og aðgerðaáætlun

    Í upphafi árs fékkst styrkur úr sóknarnáætlun Norðurlands eystra fyrir verkefni sem hafði það meginmarkmið að móta sameiginlega sýn Norðurhjarasvæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu. Farið var í greiningarvinnu og sett fram aðgerðaáætlun í samstarfi með Norðurþingi, Langanesbyggð, SSNE og ferðamálasamtökum Norðurhjara.
  • Hvernig getum við stutt við íslensku í ferðaþjónustunni?

    Sífellt fleiri innan ferðaþjónustunnar eru farin að velta fyrir sér hvernig hægt er að efla notkun og sýnileika íslensku innan greinarinnar og mörg eru að taka fyrstu skrefin.
  • Kynningarfundur á Norðurhjarasvæðinu

    Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Norðurlands unnið að stöðugreiningu og aðgerðaáætlun fyrir Norðurhjarasvæðið. Markmið verkefnisins er að móta sameiginlega sýn svæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu.

Verkefni

Áfangastaðaáætlun
Útgefnar Áfangastaðaáætlanir ásamt öllum helstu upplýsingum. Forgangsverkefni listuð upp.
Demantshringurinn
Vörumerkið, fyrirtækin og lykilstaðir.
Flugklasinn Air 66N
Verkefni Flugklasans í gegnum árin, skýrslur, fréttir og önnur gögn.
Norðurstrandarleið
Handbækur, skráning og þróun á verkefni.
Okkar Auðlind
Þau sem starfa í ferðaþjónustu þekkja vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Þau vita hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á Íslandi vex og dafnar. Þau þekkja hvernig ferðaþjónustan skapar Íslandi gott orðspor og hvernig sífellt fleiri líta til Íslands þegar kemur að því að ferðast á öruggan stað þar sem óspillt náttúran spilar lykilhlutverk.

Yfirlit yfir starfsemi MN árið 2023