Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hestaferðir

Á Norðurlandi er gríðarlega sterk hefð fyrir hrossarækt og hestamennsku. Skagafjörður hefur oft verið nefndur Mekka hestamennskunnar á Íslandi en í Húnavatnssýslum er einnig mikil hrossarækt enda eru þar víðáttumikil og grösug beitarlönd. Því er engin tilviljun að hvergi er betra úrval af hestaferðum um heillandi reiðleiðir en á Norðurlandi. 

 

Við Mývatn eru í boði hestaferðir í óviðjafnanlegri náttúru sem hafa verið mjög vinsælar hjá erlendum gestum. Að fara á hestbak er frábær afþreying og þú upplifir náttúruna og menninguna mjög sterkt. Ótal ferðir, bæði styttri og lengri, eru í boði fyrir vana og óvana. Enginn ætti að ferðast um Ísland án þess að njóta gæða íslenska hestsins í hans náttúrulega umhverfi.

Hestasport Activity Tours
Hestasport býður upp á hestaferðir við Varmahlíð í Skagafirði.  Ferðirnar eru allt frá 1/2 klst upp í 8 daga ferðir um hálendið. Einnig bjóðum við gistingu í sumarhúsum við Varmahlíð, allt frá 35 fermetra "stúdío" húsum upp í 80 fermetra hús.   Stuttir hestaferðir eru í boði allt árið!
Pólar Hestar
Sveitabærinn Grýtubakki II er staðsettur við Eyjafjörð, lengsta fjörð Íslands. Frá árinu 1985 hefur þar verið boðið upp á fjölbreytilegar  hestaferðir, bæði lengri og styttri ferðir um hið stórkostlega landslag á Norðurlandi. Á bænum eru 180 hross allt árið. Það sem bíður gestsins á Grýtubakka II, forvitnir ungir hestar,dularfullar álfaborgir, víkingafjársjóður falinn í jörðu,undurfallegir dalir, fjöll og ár. Það er riðið um afskekkta dali Norðurlands, og með hjörð af lausum hestum að Mývatni. Á haustin, þegar fyrstu snjókornin bera vott um komu vetrarins, gætu gestir okkar upplifað nýjustu ferðina okkar, ,,Haustlitir og norðurljós". Hestaferðir Pólarhesta eru mismunandi að lengd, og hægt er að finna ferðir sem hæfa bæði vönum og óvönum hestamönnum. Allar upplýsingar eru á heimasíðunni okkar www.polarhestar.is
Eyjardalsá Horse Riding
Njótið þess besta sem íslensk náttúra hefur uppá að bjóða af hestbaki. Hlustið á fuglasöng, niðinn í fljótinu og hófatakið. Ferðirnar okkar henta bæði byrjendum og reyndari knöpum og ef þú sérð ekkert sem hentar þér af því sem við bjóðum uppá getum við sérsniðið ferð að þínum þörfum. Leiðin liggur að mestu leyti meðfram Skjálfandafljóti, einni af stærstu ám landsins, þar sem fylgt er fornum kindaslóðum, mótaðir af kindum sem hafa gengið sömu leiðirnar öldum saman. Leiðsögumaður ferðarinnar hefur mikla reynslu og þekkir hestana vel, en líka svæðið og sögurnar sem hafa lifað kynslóð fram af kynslóð. Skoðið vefsíðuna eyjardalsa.is fyrir frekari upplýsingar og bókanir.
Hestaleigan Stóra Ásgeirsá
Á Stóru-Ásgerisá í Víðidal í Húnaþingi vestra, mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar, hefur fjölskyldan opnað bæinn sinn fyrir fólki á ferðinni. Á Stóru-Ásgerisá er hægt að að heimsækja öll helstu íslensku húsdýrin í sínu rétta og fallega umhverfi sem bæjarstæðið hefur uppá að bjóða. Hægt er að komast í snertingu við dýrin, klappa þeim, skoða og fræðast um þau. Á Stóru-Ásgerisá er einnig hestaleiga og er boðið uppá lengri og styttri ferðir um fallegt nágrenni staðarins. Riðið er niður engjarnar og með Víðidalsánni. Útsýnið frá bæjarstæðinu og reiðleiðunum er mjög fallegt og sést vel yfir dalinn og ánna, yfir að Borgarvirki og Kerunum sem vönum reiðmönnum í lengri ferð gefst færi á að ríða að og skoða. Gisting er fyrir allt að 11 manns í 4 herbergjum. Lítil sjoppa er á staðnum. Við hlið bæjarins rennur Ásgeirsáin sem skartar tveimur fallegum fossum sem ferðamönnum gefst færi á að ganga að um og skoða. Í nágrenni við Stóru-Ásgeirsá (5-20 mín akstur) eru áhugaverðir staðir sem hægt er að skoða og má þar helst nefna Kolugljúfur, Hvítserk, Borgarvirki og Selasetrið á Hvammstanga en þar er einnig sundlaug með rennibraut.
Icelandic Adventures
 Vélsleðaferðir Þú getur valið um 1-2 klst vélsleðaferð, ævintýraferð eða fjölskylduferð.Upplifðu vetrarævintýri á norðurlandi á vélsleða í nágrenni Akureyrar –spennandi leið til að kanna stórbrotna náttúru norðursins. Þessi ferð býður uppá ógleymanlega reynslu um hrjóstrugt landslag og er fullkomin fyrir þá semvilja njóta fegurðar og spennu vetrarins á norðurlandi.  Einnig bjóðum við upp á dorgveiði ferðir í nágrenni Akureyrar.  
Icelandhorsetours - Helluland
Á Hellulandi í Skagafirði býðst þér að fara á hestbak og skiptir þá engu máli hvort þú ert vanur eða óvanur. Boðið er upp á styttri eða lengri ferðir, fyrir einstaklinga eða hópa – við gerum okkar besta til að gera túr sem henda þér!
Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum
Lýtingsstaðir er skagfirskur sveitabær með hrossarækt, staðsettur 19 km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð. Héðan er stutt á Sprengisand og á Kjalveg. Hestatengd ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum síðan árið 2000. Boðið er upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana. Lágmarksaldur til að fara í reiðtúr er 6 ára en hægt er að teyma undir börn 3-6 ára heim á hlaði og í kringum torfhúsin okkar. Það er líka hægt að koma bara í smá kynningarheimsókn og hestaknús. Lýtingsstaðir býður upp á gistingu í þremur gestahúsum (20fm og 41fm) sem hýsa 4-6 manns. Í húsunum er sér baðherbergi með sturtu. Einnig lítið eldhús.  Innblásið af sögu bæjarins var hlaðið gamaldags hesthús, skemma og rétt úr torfi. Torfhúsin eru meistaraverk íslensks handverks og hýsa sýningu með gamaldags reiðtygjum og annað. Hljóðleiðsögn er í boði sem hentar vel frá 6 ára aldri og tekur um það bil 30 mínútur.
LUKKA Langhús / Langhus Horse Farm
OPIÐ árið um kring. 1-6 klukkutíma túrar með reiðkennslu innifalinni (ef fólk er lítið vant eða byrjendur) - sértilboð sumarið 2021. Hrossabúið Langhús er fjölskyldubú, staðsett í Fljótum, á miðju Norðurlandi, miðsvæðis milli Sauðárkróks, Hofsóss, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Við bjóðum upp á vinsæla útreiðartúra, 1-4 klukkutíma langa, og höfum úr ýmsum leiðum að velja, eftir árstíma og eftir smekk og getustigi gesta okkar. Fljótin eru falleg sveit, margir grösugir dalir sem kúra milli brattra hárra fjalla.  Reiðleiðir okkar liggja niður á strönd, um dalina, fjallshlíðarnar, einnig við stöðuvatnið Hópsvatn. Við bjóðum upp á reiðtúra fyrir bæði byrjendur og vana, bæði börn og fullorðna,og við höfum gæðahesta fyrir allra smekk. Við leggjum áherslu á sveigjanleika, að hafa gaman af þessu, persónulega leiðsögn heimamanns, og öryggi gesta okkar. Við höfum líka góða barnahesta, og höfum sérstaklega gaman af að gera eitthvað skemmtilegt með börnum og fjölskyldufólki.  Reiðtúrinn er farinn á þeim hraða, lengd og erfiðleikastigi sem er skemmtilegt fyrir þig, á hestum sem hæfa getustigi þínu. Þú getur fengið tilsögn og lært meira í hestamennsku, og svo ferðu ferðina með tveimur leiðsögumönnum héðan af búinu, oft einu okkar hjónanna að Langhúsum, semsagt bónda úr sveitinni sem leiðsögumanni/konu. Þú getur því kynnst ýmsu um náttúruna hér, menninguna, hvernig líf okkar er hér í sveitinni, og hvernig náttúrufar og landslag hefur mótað okkar kæra íslenska hest.  Hross eru áhugamál allrar fjölskyldunnar á bænum, við erum það heppin að vinna við dýrin sem eru gleði okkar í lífinu. Við hjónin á bænum höfum bæði lokið námi í hrossarækt og þjálfun á Hólaskóla, við ræktum hross, temjum hross, þjálfum hross, rekum reiðskóla og höldum fjölskylduhestunum í góðri þjálfun fyrir allt það skemmtilega sem við brösum í hestamennskunni: Hestaferðir, göngur og alls kyns vinnu og leik. Hrossin eru hæfileikarík og ættgóð, bakgrunnurinn er pottþéttur, og við bjóðum þér að koma með í reiðtúr.   Öryggi og gleði í reiðtúrunum, en einnig dýravelferð og góð umgengni um náttúruna (t.d. kolefnisjöfnun búsins), er í fyrirrúmi hjá okkur. Við höfum rekið hrossatengda þjónustu fyrir fólk úr öllum heimshornum síðan 1997, og hestaleigu síðan 2011. Meiri upplýsingar og myndir á vefsíðu okkar http://icelandichorse.is, eða í síma 847-8716 eða 865-4951 eða með því að senda skilaboð á Facebook á Arnþrúður Heimisdóttir. Við tölum reiprennandi íslensku, ensku og dönsku, og höfum gjarnan þýskumælandi aðstoðarmann á sumrin, stundum starfsfólk er talar fleiri tungumál. Við hlökkum til að fá ykkur í heimsókn.
Akureyri Riding Tours
AK Hestaferðir ehf. er í eigu fjölskyldunnar á Gásum og vinnum við og rekum hestaleiguna ( 1. klst. reiðtúr ) en einnig hægt að óska eftir lengri ferðum. Fölskyldan er Auðbjörn Kristinsson, Ester Anna Eiríksdóttir, Anna Kristín Auðbjörnsdóttir og Auður Karen Auðbjörnsdóttir. Gàsir eru staðsett við Gásafjöruna.  Umhverfið hjá okkur er stórglæsilegt umkringt sjó, fjöllum og í næsta nágrenni Hálsaskógur.
Saltvík ehf.
Í Saltvík er boðið uppá gistingu í gamla sveitabænum og er sú gisting helst notuð fyrir þá gesti sem taka þátt í fjöldaga reiðtúrum. Í gamla húsinu eru 6 herbergi, fyrir 2-4 einstaklinga hvert og sameiginlegu baðherbergi.  EInnig er í boði gisting í nýja gistiheimilinu, þar eru 7 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og jafnframt íbúð sem hentar vel fyrir 4-5 manns. Gistiheimilið er staðsett 5km frá miðbæ Húsavíkur og býður uppá gistingu með útsýni yfir nærlyggjandi fjöll og Skjálfandaflóa.  Undanfarin 20 ár höfum við skipulagt 5-10 daga hestaferðir uppá hálendi Íslands. Þessar ferðir eru í boði undir nafninu Riding Iceland og er hægt að fá frekari upplýsingar á síðunni www.riding-iceland.com. Í Saltvík er einnig boðið uppá fjölbreyttar hestaferðir sem henta öllum, reyndum knöpum og byrjendum.  Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og ferða.
Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili
Í boði er gisting í nýuppgerðu gistihúsi sem rúmar allt að 14 manns í uppábúnum rúmum. Í húsinu eru 5svefnherbergi og tvö baðherbergi. Vel útbúið eldhús sem ásamt notalegri stofu og borðstofu. Húsið er allt hið glæsilegasta. Við húsið er upphituð verönd með garðhúsgögnum , gasgrilli og heitum potti.  Hestaleiga: Við höfum mikið úrval af frábærum hestum bæði fyrir óvana sem og vana reiðmenn. Hægt er að panta bæði lengri sem styttri ferðir. Vinsælasta ferðin okkar er 2 klst reiðtúrinn enda er farið með gesti um falleg landslag á friðsælum stað hér ofan við bæinn.  Hestaferðir: Í boði eru jafnt lengri sem styttri hestaferðir um ægifagran Skagafjörðinn jafnt sumar sem haust. Sjá nánar á vefsíðunni okkar. 

Aðrir (19)

Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Íslandshestar Fjarðargata 13-15 220 Hafnarfjörður info@island
Ármann Pétursson Neðri-Torfustaðir 531 Hvammstangi 894-8807
Brekkulækur Brekkulækur 531 Hvammstangi 451-2938
Dynhestar ehf. Bjargshóll 531 Hvammstangi 451-2631
Sörlatunga Austurhlíð 541 Blönduós 892-1270
Hestaleigan Galsi Steinnes 541 Blönduós 6591523
Hæli - Hrossarækt og hestaferðir Hæli 541 Blönduós 898-9402
Hestar og ferðir Hvammur 2 541 Blönduós 452-7174
Topphestar Flæðigerði 2 550 Sauðárkrókur 866-3979
Lynghorse Lynghóll 551 Sauðárkrókur 868-7224
Saurbær Saurbær v / Vindheimamela 560 Varmahlíð 453-8012
Trans - Atlantic Tryggvabraut 22 600 Akureyri 588-8900
Stable Stop Ytri Bægisá 601 Akureyri 660-9882
Brúnir - Horse, Home food and Art Brúnir 605 Akureyri 863-1470
Tvistur Hestaþjónusta Ytra Holt 620 Dalvík 861-9631
Lava Horses Hraunkot 641 Húsavík 864-6471
Safarihestar Álftagerði 3 660 Mývatn 864-1121
Active North Birkifell 671 Kópasker 849-4411