Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

    Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi hefur verið haldin árlega frá árinu 2005, að undanskildu 2020. Hátíðin er sett upp til þess að skapa tengsl og efla samstarf í norðlenskri ferðaþjónustu, sjá hvað aðrir eru að gera og hvernig þeirra starfsemi hefur gengið.

    Öllum samstarfsfyrirtækjum MN gefst kostur á að taka þátt í hátíðinni, sem stendur yfir í heilan dag og endar með kvöldverði og skemmtun. Á hverju ári er farið í heimsókn til fyrirtækja innan ákveðins svæðis yfir daginn, þar sem starfsemi þeirra er kynnt og þátttakendur geta jafnvel fengið að prófa afþreyingu og upplifanir. Dagskráin er þó nokkuð þétt og yfirgripsmikil en gleðin er ávallt í fyrirrúmi. 

    Hátíðin er haldin í seinnipart október og sem fyrr segir er hún einn dagur, en gestir eru hvattir til þess að nýta sér gistingu sem er í boði á svæðinu.

    Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi árið 2024 var haldin í Eyjafirði, með hátíðarkvöldverði og skemmtidagskrá um kvöldið á Laugaborg í Hrafnagilshverfi,  fimmtudaginn 24. október. Smelltu hér til að lesa um þau sem hlutu viðurkenningar.

    Á hátíðinni eru veittar viðurkenningar til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr, komið ný inn með eftirtekarverðum árangri og til einstaklinga sem hafa unnið mikilvæg störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Hér að neðan má sjá þau fyrirtæki sem hafa hlotið viðurkenningu.

    Viðurkenningar

    2024

    Eyjafjörður

    Fyrirtæki ársins: Pólarhestar

    Hvatningarverðlaun: Kakalaskáli

    Störf í þágu ferðaþjónustu: Rúnar Óskarsson, Fjallasýn

    2023

    Austur-Húnavatnssýslur

    Sproti ársins: Skógarböðin - Forest Lagoon

    Fyrirtæki ársins: Geo Travel

    Hvatningarverðlaun: Húnabyggð fyrir uppbyggingu á Þrístöpum

    2022

    Húsavík og Þingeyjarsveit

    Sproti ársins: Niceair

    Fyrirtæki ársins: Gentle Giants

    Hvatningarverðlaun: Brúnastaðir

    2021

    Fjallabyggð

    Sproti ársins: 1238: Battle of Iceland

    Fyrirtæki ársins: SBA Norðurleið

    Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi: Linda María Ásgeirsdóttir, Verbúðin Hrísey og Ferðamálafélag Hríseyjar

    Hvatningarverðlaun: Fairytale at Sea

    2019

    Hörgársveit og Dalvíkurbyggð

    Sproti ársins: Sjóböðin á Húsavík

    Fyrirtæki ársins: Ekta fiskur og Hvalaskoðunin á Hauganesi

    Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi: Evelyn Ýr Kuhne, eigandi Ferðaþjónustunnar á Lýtingsstöðum.

    2018

    Húnaþing vestra

    Sproti ársins : Hótel Laugarbakki

    Fyrirtæki ársins: Hotel Natur

    Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi: Svanhildur Pálsdóttir, markaðsstjóri 1238 - Battle of Iceland.

    2017

    Mývatnsveit

    Sproti ársins : Bjórböðin Spa

    Fyrirtæki ársins: Gauksmýri

    Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi: Ólöf Hallgrímsdóttir, eigandi Vogafjóss.

    2016

    Skagafjörður

    Sproti ársins: Inspiration Iceland

    Fyrirtæki ársins: Sel - Hótel Mývatn

    Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi: Magnús Sigmundsson framkvæmdastjóri Hestasports.

    2015

    Þingeyjarsveit og Húsavík

    Sproti ársins: Saga Travel

    Fyrirtæki ársins: Norðursigling

    Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi: Bergþór Erlingsson markaðsstjóri SBA.

    2014

    Austur Húnavatnssýslur endað í félagasheimilinu á Blönduósi

    Sproti ársins: Spákonuhof - Dagný Marín Sigmarsdóttir

    Fyrirtæki ársins: Bílaleiga Akureyrar - Höldur

    Störf í þágu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi: Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli

    2013

    Akureyri og Eyjafjarðarsveit endað í Félagsheimili Hörgársveitar:

    Nýjung í ferðaþjónustu: Strýtan köfunarmiðstöð

    Áratuga störf í ferðaþjónustu: Sveinn í Kálfsskinni

    Fagleg uppbygging: Gestastofa Sútarans , Sigríður Káradóttir

    2012

    Norðurhjari – endað í Félagsheimilinu Þórshöfn:

    Nýjung í ferðaþjónustu: Fuglastígur - Birdingtrail

    Áratuga störf í ferðaþjónustu: Auður Gunnarsdóttir, Húsavík

    Fagleg uppbygging: Akureyri Backpackers, Geir og Lilja

    2011

    Eyjafjörður að vestan endað á Rauðku á Siglufirði

    Nýjung í ferðaþjónustu: Bergmenn –Jökull Bergmann

    Áratuga störf í ferðaþjónustu: Arngrímur Jóhannsson

    Fagleg uppbygging: Ferðaþjónustan Rauðka

    2010

    Vestur Húnavatnssýslu –endað á Laugarbakka

    Nýjung í ferðaþjónustu: Selasigling

    Áratuga störf í ferðaþjónustu: Arinbjörn á Brekkulæk

    Fagleg uppbygging: Ferðaþjónustan Skjaldarvík

    2009

    Mývatnssveit –endað í Hótel Reynihlíð

    Nýjung í ferðaþjónustu: Kaffi Borgir, Dimmuborgum, Mývatnssveit

    Áratuga störf í ferðaþjónustu: Sigrún Jóhannsdóttir, Selinu Mývatnssveit

    Fagleg uppbygging: Vatnajökulsþjóðgarður v/Gljúfrastofu

    2008

    Skagafjörður – endað í félagheimilinu Héðinsmynni

    Nýjung í ferðaþjónustu: Fuglasafn Sigurgeirs, Mývatnssveit

    Áratuga störf í ferðaþjónustu: Gunnar Árnason, Akureyri

    Fagleg uppbygging: Byggðasafn Skagfirðinga

    2007

    Eyjafjörður austan –endað á KEA hóteli, Akureyri

    Nýjung í ferðaþjónustu: Vitafélagið (Sigurbjörg Árnadóttir)

    Áratuga störf í ferðaþjónustu: Knútur Karlsson

    Fagleg uppbygging: Síldarminjasafnið (Örlygur )

    2006

    Austur Húnavatnssýsla – endað á Kántrý bæ, Skagaströnd

    Nýjung í ferðaþjónustu:

    Áratuga störf í ferðaþjónustu: Bára í Staðarskála

    Fagleg uppbygging: Hólaskóli (Guðrún Þóra)

    Sérstök heiðursverlaun Hallbjörn Hjartarson

    2005

    Húsavík-Reykjadalur-Mývatnssveit- endað á Sölku á Húsavík

    Nýjung í ferðaþjónustu: Selasetur Íslands

    Áratuga störf í ferðaþjónustu: Jón Drangeyjarjarl og Erlingur Thoroddsen

    Fagleg uppbygging: Jarðböðin í Mývatnssveit