Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi hefur verið haldin árlega frá árinu 2005, að undanskildu 2020. Hátíðin er sett upp til þess að skapa tengsl og efla samstarf í norðlenskri ferðaþjónustu, sjá hvað aðrir eru að gera og hvernig þeirra starfsemi hefur gengið.
Öllum samstarfsfyrirtækjum MN gefst kostur á að taka þátt í hátíðinni, sem stendur yfir í heilan dag og endar með kvöldverði og skemmtun. Á hverju ári er farið í heimsókn til fyrirtækja innan ákveðins svæðis yfir daginn, þar sem starfsemi þeirra er kynnt og þátttakendur geta jafnvel fengið að prófa afþreyingu og upplifanir. Dagskráin er þó nokkuð þétt og yfirgripsmikil en gleðin er ávallt í fyrirrúmi.
Hátíðin er haldin í seinnipart október og sem fyrr segir er hún einn dagur, en gestir eru hvattir til þess að nýta sér gistingu sem er í boði á svæðinu.
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi árið 2024 var haldin í Eyjafirði, með hátíðarkvöldverði og skemmtidagskrá um kvöldið á Laugaborg í Hrafnagilshverfi, fimmtudaginn 24. október. Smelltu hér til að lesa um þau sem hlutu viðurkenningar.
Á hátíðinni eru veittar viðurkenningar til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr, komið ný inn með eftirtekarverðum árangri og til einstaklinga sem hafa unnið mikilvæg störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Hér að neðan má sjá þau fyrirtæki sem hafa hlotið viðurkenningu.