Fara í efni
  þúsund
Fjöldi skráðra gistinátta 2023
 
ferðaskrifstofuleyfi
  milj.kr.
úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2020-2024
 
Söfn, setur og menningarhús
 
Framboð hótelherbergja júlí 2023

Áfangastaðaáætlun Norðurlands er unnin af Markaðsstofu Norðurlands (MN) í samstarfi við Ferðamálastofu og nær yfir allt starfssvæði MN eða frá Hrútafirði yfir á Bakkafjörð. Í áfangastaðaáætlun (e. Destination Management Plan – DMP) felst heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. Áfangastaðaáætlun er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila og tiltaka beinar aðgerðir.

Fyrsta áfangastaðaáætlunin fyrir Norðurland, sem gefin var út árið 2018, var samkvæmt forskrift Ferðamálastofu, en Ferðamálastofa leiddi verkefnið og samdi við Markaðsstofur landshlutanna um að halda utan um vinnslu áætlananna. Í tengslum við vinnslu fyrstu áætlunarinnar var unnin greiningarvinna, sem lagði grunn að stefnu um þróun ferðaþjónustu á Norðurlandi, skilgreiningu lykilverkefna og aðgerðaáætlun. Enn er byggt á áætluninni frá 2018, en við síðari uppfærslur hefur uppsetningin verið aðlöguð að þörfum Norðurlands, verkefnastaða verið uppfærð sem og greiningar. Í nýjustu útgáfu áætlunarinnar hverju sinni er einnig settur fram listi uppbyggingarverkefna sem forsvarsfólk sveitarfélaga setur í forgang á sínu svæði. Verkefnin eru misstór og byggja á þörfum hvers sveitarfélags en eiga það sammerkt að bæta aðgengi að áfangastöðum eða búa til nýja, þar sem bæði er gætt að því að byggja upp grunnþjónustu og að því að bæta upplifun ferðamanna.

Áfangastaðaáætlun Norðurlands er ætlað að vera lifandi plagg, sem uppfært er reglulega og á því að gefa skýra mynd af stöðu ferðaþjónustunnar, þróunarstarfi og uppbyggingarþörf á hverjum tíma.

Fyrir hverja er áfangastaðaáætlun?

Lykilhagaðilar eru ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög á Norðurlandi. Aðrir hagaðilar eru þeir sem hafa beinan eða óbeinan hag af ferðaþjónustu á viðkomandi svæði. Áfangastaðaáætlun getur einnig nýst hagaðilum utan svæðis, en í gegnum áfangastaðaáætlun geta fulltrúar stjórnvalda og stoðkerfis fengið skýra mynd af starfsemi ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og áherslum og verkefnum MN.

Uppbyggingarverkefni 2024-2027

Um uppbyggingarverkefni

Við mótun áfangastaðaáætlunar er unnið í nánu samstarfi við sveitarfélög og er mikilvægur hluti áætlunarinnar listi staðbundinna uppbyggingarverkefna sem forsvarsaðilar hvers og eins sveitarfélags á Norðurlandi hafa valið að setja í forgang. Verkefnin eru misstór og byggja á þörfum hvers sveitarfélags en eiga það sammerkt að bæta aðgengi að áfangastöðum eða búa til nýja þar sem bæði er gætt að því að byggja upp grunnþjónustu og að því að bæta upplifun ferðamanna.  

Fréttir af verkefninu

  • Nýr vefur fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands

    Áfangastaðaáætlun Norðurlands hefur nú verið gefin út á vefnum í fyrsta sinn, á sérstöku vefsvæði, sem unnið hefur verið í samstarfi við Ferðamálastofu og Markaðsstofur landshlutanna
  • Hvernig getum við stutt við íslensku í ferðaþjónustunni?

    Sífellt fleiri innan ferðaþjónustunnar eru farin að velta fyrir sér hvernig hægt er að efla notkun og sýnileika íslensku innan greinarinnar og mörg eru að taka fyrstu skrefin.
  • Uppbyggingarverkefni sveitarfélaga uppfærð í Áfangastaðaáætlun

    Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland hefur nú verið uppfærð og birt á vef MN, en hún byggir á fyrri útgáfu, þar sem lagður var grunnur að stefnu um þróun ferðaþjónustu á Norðurlandi og skilgreiningu lykilverkefna. Í þessari útgáfu hafa talnagögn verið uppfærð, sem og verkefnastaða. Einnig er lagður fram listi yfir forgangsverkefni sveitarfélaga.
  • Þrístapar tilnefndir sem staður ársins

    Áfangastaðurinn Þrístapar í Vatnsdal í Húnavatnssýslu eftir Gagarín, Landslag og Harry Jóhannsson er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024.