Fara í efni

Skráðar gistinætur á Norðurlandi: Fjöldi og þróun

Algeng leið til að mæla umsvif ferðaþjónustu á ákveðnum svæðum er að skoða fjölda skráðra gistinátta, en Hagstofan heldur saman gistináttafjölda eftir landshlutum. Taflan hér að neðan sýnir þróun fjölda skráðra gistinátta, á árunum 2017-2023, á Norðurlandi öllu, en einnig á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Heildarfjöldi skráðra gistinátta á árinu 2023 var 1.172.376, þar af voru 990.622 á Norðurlandi eystra (84,5%) og 181.754 á Norðurlandi vestra (15,5%).

 

Skráðar gistinætur á öllum tegundum gististaða

Bar chart with 3 data series.
The chart has 1 X axis displaying values. Range: 2016.94 to 2023.06.
The chart has 1 Y axis displaying Fjöldi gistinátta. Range: 0 to 1250000.
End of interactive chart.

 

Skipting skráðra gistinátta 2023 eftir landshlutum

Pie chart with 2 slices.
End of interactive chart.

 


Ef skoðuð er þróun fjölda gistinátta á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra frá síðustu aldamótum, í samanburði við aðra landhluta, þá má sjá að vöxtur ferðaþjónustu á Norðurlandi hefur ekki verið eins hraður og á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Staðan á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra er þó um margt ólík. Um síðustu aldamót var ferðaþjónusta á Norðurlandi eystra þegar orðin rótgróin atvinnugrein með umtalsverð umsvif, eða tæp 16% af öllum skráðum gistinóttum í landinu. Hlutafall Norðurlands eystra var hins vegar ríflega 10% á árinu 2023. Vöxtur fjölda gistinátta á Norðurlandi vestra er hægur í samanburði við aðra landshluta. Hlutdeild Norðurlands vestra í heildargistináttafjölda á landinu fór úr tæpum 4% niður í tæp 2% á umræddu tímabili.

Gistinætur á öllum tegundum skráðra gististaða 2000-2023

Line chart with 9 lines.
The chart has 1 X axis displaying values. Range: 1999.77 to 2023.23.
The chart has 1 Y axis displaying Fjöldi gistinátta. Range: 0 to 10000000.
End of interactive chart.