Um Norðurland
Í áfangastaðaáætlun Norðurlands er horft á Norðurland sem eina heild enda hefur mikil vinna og fjárfesting verið lögð í að byggja upp ímynd Norðurlands eða North Iceland allt frá árinu 2003. Svæðið er víðfemt, eða um 36 þúsund ferkílómetrar, með 28 þéttbýliskjörnum og fjölmörgum blómlegum sveitum í 15 sveitarfélögum. Á Norðurlandi búa um 39 þús. manns. Starfrækt eru tvö landshlutasamtök sveitarfélaga, þ.e. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Um 270 ferðaþjónustuaðilar eru í samstarfi við MN og eru í gildi þjónustusamningar við SSNV og SSNE, auk sérstaks samnings við Tjörneshrepp.
Þegar skoðaðar eru tölur um ferðaþjónustu á Norðurlandi er svæðinu, í flestum tilfellum, skipt upp í Norðurland vestra og Norðurland eystra þ.e. á sama hátt og starfssvæðaskipting landshlutasamtaka sveitarfélaga.
Stærð landssvæðis |
35.758 km2 |
|
Fjöldi sveitarfélaga | 15 | |
Fjöldi þéttbýliskjarna | 28 | |
Fjöldi íbúa Heimild: Hagsstofa Íslands |
38.868 | |
Íbúar á hvern ferkílómetra | 0,92 | |
Mesta akstursfjarlægð á milli staða | 496 km | |
Fjöldi ferðaþjónustuaðila sem eru í samstarfi við MN* | 270 |
* Í einhverjum tilfellum rekur sami lögaðili fjölbreytta starfsemi undir fleiri en einu vörumerki og/eða býður þjónustu á fleiri en einum stað. Samstarfsfyrirtæki MN eru því nokkru færri, eð um 250.