Fara í efni

Þróun ferðaþjónustu

Áfangastaðaáætlun er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina áherslur, aðgerðir og forgangsröðun. Í tengslum við gerð fyrstu áfangastaðaáætlunarinnar fyrir Norðurland, sem gefin var út árið 2018, var unnin greiningarvinna, sem lagði grunn að stefnu um þróun ferðaþjónustu á Norðurlandi og skilgreiningu lykilþróunarverkefna. Enn er byggt á áætluninni frá 2018, en við síðari uppfærslur hefur uppsetningin verið þróuð áfram, verkefnastaða verið uppfærð sem og greiningar. Í nýjustu útgáfu áætlunarinnar hverju sinni er jafnframt settur fram listi verkefna út frá staðbundinni forgangsröðun innan einstakra sveitarfélaga. Myndin hér að neðan sýnir grundvallar uppbyggingu og samhengi þeirrar stefnumótunar sem felst í áfangastaðaáætlun Norðurlands.