Fara í efni

Skíði á Norðurlandi

Áfram verður unnið með skíðasvæðunum á Norðurlandi að markaðssetningu erlendis og vöruþróun auk þess sem unnið verður að eflingu samstarfs. Erlendum gestum er að fjölga í heildina þó það sé mismunandi eftir svæðum innan landshlutans. Gögn frá skíðaleigum gefa til kynna að fjöldi erlendra gesta sem leigja búnað sé að aukast og einnig er hópum að fjölga lítillega erlendis frá. Skíðasvæðin á Norðurlandi hafa þróast lítið en fleiri minni svæði hafa opnast. Lykil svæði eru eftir sem áður Akureyri (Hlíðarfjall), Dalvík (Böggvisstaðafjall), Siglufjörður (Skarðsdalur) og Sauðárkrókur (Tindastóll). Minni svæði eru Ólafsfjörður (Tindaöxl), Húsavík (Reykjaheiði) og Mývatn (Krafla).

Fjallaskíðamennska er að aukast og fjölbreyttar vörur í ferðaþjónustu á Norðurlandi eru í boði í tengslum hana. Gönguskíði eru ekki eins vinsæl og ástæða þess tengist minna framboði og eftirspurn á gönguskíðapökkum sem voru vinsælir meðal Íslendinga 2021-2023.

Sérstaða svæðisins fyrir skíðaferðamennsku er fjölbreytileiki í afþreyingu, nálægð við sjó og stuttur ferðatími innan svæðis. Helstu tækifærin liggja á markaðssvæðum sem geta nýtt sér beint flug til Akureyrar. Hliðarmarkhópur eru fyrirtækjahópar. Það sem er helst framundan í eflingu skíðatengdrar ferðaþjónustu er eftirfarandi:

  • Skilgreining sérstakra aðgerða í tengslum við beint flug til Akureyrar.
  • Markaðsaðgerðir.
  • Greining á mögulegum þróunarverkefnum.

Verkefnið verður áfram leitt af MN og samstarfsaðilar eru fyrirtæki og rekstraraðilar skíðasvæða.