Fara í efni

Skipting gistinátta eftir árstíma

Umfang ferðaþjónusta á Norðurlandi sveiflast verulega eftir árstímum. Árstíðasveiflan sést glögglega ef dreifing gistinátta er skoðuð eftir mánuðum. Hlutfall gistinátta yfir sumarmánuðina (maí til og með ágúst) á árinu 2023 var um 68% allra gistinátta, en 32% gistinátta dreifast yfir aðra mánuði ársins. Ef skoðuð er dreifing gistinátta erlendra gesta eftir árstímum, er hlutfallið hið sama, enda vega gistinætur erlendra gesta mun hærra í heildargistináttatölum. Hlutfall gistinátta Íslendinga yfir sumarmánuðina er 66%, en 34% yfir vetrartímann.

Dreifing gistinátta á Norðurlandi yfir árið 2023

Line chart with 3 lines.
The chart has 1 X axis displaying categories.
The chart has 1 Y axis displaying Values. Range: 0 to 300000.
End of interactive chart.

 

 

Ef skoðuð er dreifing gistinátta eftir þjóðerni gesta kemur í ljós að árstíðarsveiflan er nokkuð mismunandi eftir því hvaða þjóðerni er skoðað. Myndin hér að neðan sýnir dreifingu gistinátta gesta frá þeim 10 löndum sem standa baki flestum gistinóttum á Norðurlandi.

Dreifing gistinátta erlendra gesta á Norðurlandi 2023

Line chart with 10 lines.
Valin þjóðerni
The chart has 1 X axis displaying categories.
The chart has 1 Y axis displaying Fjöldi gistinátta. Range: 0 to 40000.
End of interactive chart.

 

Árstíðasveiflan er minnst ef litið er til gistinátta gesta frá Bretlandi, en 43% gistinátta Breta voru yfir vetrartíma, en 57% yfir sumartíma. Árstíðasveiflan er hins vegar mest ef skoðaðar eru gistinætur Ítala, en aðeins 22% þeirra eru vetrartíma, en 78% yfir sumarið.

Skráðar gistinætur á öllum tegundum gististaða á Norðurlandi 2023

Bar chart with 2 data series.
Erlendir gestir frá völdum löndum, skipting eftir vetrar- og sumartímabili
The chart has 1 X axis displaying categories.
The chart has 1 Y axis displaying values. Range: 0 to 200000.
End of interactive chart.

 

Árstíðasveifla ferðaþjónustu er veruleg í öllum sveitarfélögum Norðurlands. Myndin hér að neðan sýnir fjölda gistinátta á öllum tegundum gististaða eftir sveitarfélögum á árinu 2023, sem og hlutfallslega skiptingu í hverju sveitarfélagi milli gistinátta yfir sumartíma og vetrartíma. Akureyri og aðliggjandi sveitarfélög skera sig nokkuð úr, en þar eiga gistinætur yfir vetrartíma stærri hlut í heildarfjölda gistinátta.

Skráðar gistinætur á öllum tegundum gististaða í sveitarfélögum Norðurlands 2023

Bar chart with 2 data series.
Fjöldi og hlutfallsleg skipting eftir vetrar- og sumartímabili
The chart has 1 X axis displaying categories.
The chart has 1 Y axis displaying Fjöldi gistinátta. Range: 0 to 400000.
End of interactive chart.

 

 

Ef sveitarfélög á Norðurlandi eru flokkuð í þrennt má skoða nánar þróun og samanburð árstíðasveiflu innan landshlutans. Myndin hér að neðan sýnir gistináttafjölda á tímabilinu 2017-2023 á öllum tegundum gististaða.

Vestursvæði: Húnaþing vestra, Húnabyggð og Skagaströnd.

Miðsvæði: Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Akureyri.

Austursvæði: Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Norðurþing, Langanesbyggð.

Árstíðasveifla á miðsvæði og austursvæði er afar sambærileg, en á Norðurlandi vestra er háönn þrengra tímabil en á hinum svæðunum.

 

Skráðar gistinætur á öllum tegundum gististaða 2017-2023

Line chart with 3 lines.
The chart has 1 X axis displaying values. Range: -0.8300000000000001 to 83.83.
The chart has 1 Y axis displaying Fjöldi gistinátta. Range: 0 to 150000.
End of interactive chart.