Fara í efni

Þjóðerni erlendra gesta

Þegar hlutfallsleg skipting gistinátta erlendra gesta á Norðurlandi öllu árið 2023 er skoðuð eftir þjóðerni, kemur í ljós að gestir frá 10 þjóðlöndum standa að baki tæpum 78% allra skráðra gistinátta. Á árinu 2023 voru Bandaríkjamenn skráðir með flestar gistinætur, eða alls 158.342, eða ríflega 19% allra skráðra gistinátta. Þjóðverjar voru skráðir með tæp 17% (137.381) og Frakkar 9,2% (75.231).
Ef Norðurland eystra og Norðurland vestra eru skoðuð sérstaklega birtast nánast sömu hlutföll fyrir Norðurland eystra eins og fyrir Norðurland allt, enda vegur Norðurland eystra mun þyngra í heildartölunum fyrir Norðurland. Ef Norðurland vestra er hins vegar skoðað þá voru Þjóðverjar skráðir með flestar gistinætur, en Bandaríkjamenn næstflestar og Frakkar koma þar á eftir.

Skipting gistinátta 2023 á Norðurlandi eftir þjóðerni gesta

Pie chart with 11 slices.
End of interactive chart.

 

Skipting gistinátta 2023 á Norðurlandi vestra eftir þjóðerni erlendra gesta

Pie chart with 11 slices.
End of interactive chart.

Skipting gistinátta 2023 á Norðurlandi eystra eftir þjóðerni erlendra gesta

Pie chart with 11 slices.
End of interactive chart.

 

 

Myndin hér að neðan sýnir þróun gistináttafjölda erlendra gesta eftir þjóðernum 2017-2023. Hér má sjá að gistinætur gesta frá flestum landanna hafa náð sama fjölda á árinu 2023 og 2019, þ.e. náð sama fjölda og árið fyrir heimsfaraldur. Aðeins í tilfelli Bandaríkjamanna og Breta eru gistinætur færri árið 2023, en árið 2019.

Gistinætur erlendra gesta á Norðurlandi eftir þjóðerni 2017-2023

Line chart with 10 lines.
The chart has 1 X axis displaying values. Range: 2016.94 to 2023.06.
The chart has 1 Y axis displaying values. Range: 0 to 250000.
End of interactive chart.