Verkefni 1: Göngu- og hjólastígur II hluti
Hönnun göngu- og hjólastígs II hluti, frá Vaðlaheiðargöngum að hreppsmörkum í norðri. Markmið verkefnisins er bætt umferðaröryggi. Um er að ræða gríðarlega mikilvægt öryggismál fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.e. að lagður verði göngu- og hjólastígur þar sem mikil umferðarþungi þá sérstaklega vöruflutningabílar og rútur fara um veginn.
Helstu verkliðir: Samningar við landeigendur, frumhönnun og svo fullnaðarhönnun, fjárhagsáætlun og fjármögnun.
Verkefni 2: Gróðurreitur Svalbarðseyri
Verkefnið snýst um að gera gróðurreit á Svalbarðseyri aðgengilegan með leiktækjum og nestishúsi. Markmið verkefnisins er að auka lífsgæði íbúa og gesta Svalbarðseyrar.
Helstu verkliðir: Hönnun, fjárhagsáætlun, samningar við verktaka og framkvæmd.
Verkefni 3: Gönguleiðir í Vaðlaheiði og á Svalbarðseyri
Verkefnið snýst um kortlagningu gönguleiða á Svalbarðseyri, áningarstaðir útbúnir með bekkjum og ruslatunnum, auk upplýsingaskilta.
Helstu verkliðir: Hönnun, fjárhagsáætlun, samningar við verktaka og framkvæmd.
Verkefni 4: Viti á Svalbarðseyri
Verkefnið snýst um að útbúa áningarstað við vita á Svalbarðseyri. Aðgengi að vitanum verði aukið og gerð bílastæði og upplýsingaskilti. Koma á svæðið bekkjum fyrir ferðamenn svo þeir geti notið útsýnis og kyrrðar.
Helstu verkliðir: Hönnun, fjárhagsáætlun, samningar við verktaka og framkvæmd.
Verkefni 5: Fuglaskoðunarhús á Svalbarðseyri
Verkefnið snýst um að koma upp fuglaskoðunarhúsi á Svalbarðseyri með góðu aðgengi, með bílastæði nálægt og góðum göngustíg að húsinu.
Markmiðið er auka lífsgæði íbúa og ferðamanna, búa til aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem geta notið náttúru og útsýnis.
Helstu verkliðir: Hönnun, fjárhagsáætlun, samningar við verktaka og framkvæmd.