Akureyri
- Verkefni 1: Útivist allt árið - Hlíðarfjall
- Verkefni 2: Í faðmi hárra fjalla og jökla - Glerárdalur
- Verkefni 3: Pollurinn við hjarta bæjarins
- Verkefni 4: Veisluborð Hríseyjar – Þróun útivistarmöguleika
- Verkefni 5: Grímsey – söguslóð
Við mótun áfangastaðaáætlunar er unnið í nánu samstarfi við sveitarfélög og er mikilvægur hluti áætlunarinnar listi staðbundinna uppbyggingarverkefna sem forsvarsaðilar hvers og eins sveitarfélags á Norðurlandi hafa valið að setja í forgang. Verkefnin eru misstór og byggja á þörfum hvers sveitarfélags en eiga það sammerkt að bæta aðgengi að áfangastöðum eða búa til nýja þar sem bæði er gætt að því að byggja upp grunnþjónustu og að því að bæta upplifun ferðamanna.