Fara í efni

Verkefni 1: Brimbrettaaðstaða við Brimnes í Ólafsfirði

Markmiðið er að skapa aðstöðu sem ekki er til staðar við Brimnesbakka í Ólafsfirði en svæðið er tilvalið til að stunda sjósund og brimbretti allt árið um kring. Einnig er svæðið tilvalið til að upplifa miðnætursólina, norðurljósin, fuglalífið, epa til að fara í fjöruferðir. Aðstaðan mun efla og styrkja Ólafsfjörð sem ferðamannastað á heilsársgrundvelli. Notendur aðstöðunnar eru íbúar Fjallabyggðar, gestir, sjósundskappar, brimbrettafólk og náttúruunnendur. Verkefnið fellur undir heildarhugmynd hvað varðar þróun og uppbyggingu ferðamannastaða í Ólafsfirði en fjaran við Brimnes er vinsæl til útivistar.

Á bökkunum verði reist aðstöðuhús með salerni, sturtu og búningsaðstöðu. Frá aðstöðuhúsi meðfram bökkunum og niður í rekabása (sem er grjótfjaran neðan við svæðið ) verður lagður göngustígur. Einnig verður gert bílastæði fyrir allt að fjóra bíla. Verkefnið er unnið með það fyrir augum að fara í frekari framkvæmdir á sæðinu á næstu árum en áform eru uppi um að ráðast í lagfæringar á aðkomu og aðstöðu í sjávarmáli með heitum og köldum potti.

Fjallabyggð hefur samþykkt að fara í verkefnið fáist til þess viðunandi styrkur.

Helstu verkliðir: Hönnun, efnisöflun, framkvæm, gerð bílastæða, uppsetning þjónustuhúss. 

Verkefni 2: Fuglaskoðunarhús í Fjallabyggð

Fjallabyggð er aðili að sameiginlegri umsókn um styrk í Uppbyggingasjóð Norðurlands eystra (SSNE) vegna hönnunar fuglaskoðunarhúsa á Eyjafjarðarsvæðinu. Styrkur fékkst úr sjóðnum í verkefnið. Samstarfsaðilar verkefnisins á Eyjafjarðarsvæðinu eru ásamt Fjallabyggð, Akureyrarbær og Hörgársveit. Með verkefninu verður ferðamennska í tengslum við fuglaskoðun á Norðurlandi styrkt. Á undanförnum árum hafa nokkur fuglaskoðunarskýli risið á Norðurlandi og hefur það þegar skilað auknum áhuga á þessari tegund ferðamennsku, sem er mjög vaxandi á landsvísu. Með samstarfi Markaðsstofu Norðurlands og sveitarfélaganna tekst að ná fram ákveðinni hagkvæmni, þar sem hægt er að nýta sömu arkitektanna til að hanna skýli fyrir öll sveitarfélögin. Auk þess býður þetta samstarf upp á enn frekara samstarf við markaðssetningu á svæðinu fyrir fuglaskoðun og er ætlunin að blása til enn frekari sóknar í markaðssetningu, með sterkari innviði og uppfærslu á kynningarefni.

Nú er verið að vinna tillögur að skýlum og munu þau skila nokkrum fyrir hvert svæði. Með hönnun og á síðari stigum byggingu þessara skýla á Eyjafjarðarsvæðinu er markmiðið að skapa sterkari heildar upplifun ferðamanna í fuglaferðamennsku á Norðurlandi og laða fleiri á svæðið, án þess að ganga á náttúruna.

Helstu verkliðir: Smíði á skýli og því komið fyrir á stað sem hefur verið lagður til af arkitektum.

Verkefni 3: Gönguleið að Selvíkurvita, bílastæði og hönnun skilta

Hönnun og lagning 3 km gönguleiðar frá Skútuá við Ráeyri að Selvíkurvita. Stígurinn mun liggja að og frá rústum Evanger verksmiðjanna. Hér er um innviðauppbyggingu að ræða sem stuðlar að bættu öryggi ferðamanna og skapar nýtt aðdráttarafl á áður fáfarinni leið.
Hér verður til tilvalin gönguleið fyrir þá sem vilja skoða menningarminjar á borð við rústir Evanger verksmiðjunnar og ganga yfir að Selvíkurvita sem fyrirhugað er að endurbyggja í upprunalegri mynd. Gönguleiðin verður á allra færi og kjörið að njóta og vinda ofan sér með aðstoð kyrrðarinnar í náttúrunni en um leið soga í sig orkuna úr hinum margrómaða Siglufirði og njóta útsýnis yfir fjörðinn frá þessum stað. 

Helstu verkþættir: Verkefnið verður unnið í þremur áföngum. Fysti hluti verkefnisins er að bæta aðstöðu með hönnun bílastæðis við Ráeyri við flugvallarenda og að leggja göngustíg að Rústum Evangerverksmiðju um 600 m leið. Einnig að hanna og setja upp upplýsingaskilti við upphaf gönguslóða. 

Verkefni 4: Stikun Botnaleiðar frá Ólafsfirði til Siglufjarðar

Á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar liggur gönguleiði sem í daglegu tali er kölluð Botnaleið. Þetta er stígur sem liggur frá enda vegslóða í Skeggjabrekkudal í Ólafsfiðri áleiðis um botn Héðinsfjarðar og svo niður í Hólsdal í Siglufirði. Leiðin er greiðfær en þarfnast viðhalds á leiðarstikum og öðrum merkingum. Leiðin hefur verið vinsæl í mótum s.s hlaupa og fjallahjólamótum sem og gönguskíðamótum. Til að hægt verði að beina ferðafólki um leiðina verður að tryggja öruggiþess m.a. með bættum merkingum. 

Helstu verkliðir: Gerð hefur verið vettvangskönnun þar sem ástand og umfang verkefnis var metið. Þá hefur verið gerð framkvæmdaáætlun sem byggist á því að nota merkingarkerfið Vegrún. Keypt hefur verið umbort að merkingum eftir Vegrún leiðarvísi. Þá hefur hönnunin verið send í skiltagerð þar sem skiltin verða framleidd. Samningur hefur verið gerður við Skíðafélagið SSS á Siglufirði um uppsetningu stika og merkingar á leiðinni. Áætlað er að verkinu ljúki sumarið 2025

Verkefni 5: Bygging salernisaðstöðu í Skarðsdalsskógi

Skarðsdalsskógur er nyrsti plantaði skógur á Íslandi og stendur hann í Hólsdal í Siglufirði. Upphaf skógarins má rekja allt til ársins 1950 en þá fyrst hófst markviss gróðursetning trjáa á þessu svæði. Skógræktin í Siglufirði er einstakur staður að heimsækja og mikil vinna og rækt hefur verið lögð í hana undanfarin ár. Árið 2022 var reist grillhús yfir steypt útigrill í rjóðri við Leyningsá sem hefur aukið notagildi svæðisins til muna og heimsóknum gesta fjölgað í skóginn. Vilji og gríðarleg þörf hefur nú skapast á að reist verði salernisaðstaða í nálægð við grillaðstöðuna en þó í skjóli frá mataraðstöðu.

Aðstaða þessi mun bæta verulega þá grunnþjónustu sem vantar á svæðið en langt er á næsta salerni. Hér er um heilsárs salernisaðstöðu að ræða sem nýtist breiðum hópi gesta. Verkefnið er samstarfsverkefni Fjallabyggðar, Skógræktarfélags Siglufjarðar og Sigló Golf. Ávinningur af verkefninu er fyrst og fremst fólgin í því að skapa nýja aðstöðu og bæta þjónustu sem ekki er til staðar í dag en kallað hefur verið eftir í langan tíma. Verkefnið hefur samfélagslegt gildi þar sem það eflir og styrkir ferðaþjónustu á jaðarsvæði. Verkefnið styrkir innviði ferðaþjónustu í Fjallabyggð og verður frekara aðdráttarafl gesta í skóginn allt árið um kring.

Húsið verður byggt þannig að það falli vel að umhverfinu og að aðgengi sé gott fyrir öll. Staðsetning verður í skjóli við grillaðstöðu við Leyningsá. Húsin nýtast öllum sem heimsækja svæðið. Húsin verða reist án stórra vinnuvéla til þess að koma í veg fyrir rask á náttúrunni. Framkvæmdin mun stórbæta aðstöðu í skógræktinni og tryggja þjónustu og aðstöðu allan ársins hring sem eykur möguleika á nýtingu svæðisins.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að verkefninu.

Helstu verkliðir: 
Fyrsti verkþáttur er: Greining og þarfagreining, Hönnun og skipulag, Umhverfismat og skipulagsúttekt. Þá verða gerðir samningar og leyfi fengin til verksins. Unnið verður við gerð umsóknar um styrk í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða sumarið 2025.