Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Flugklasinn Air66N



Flugklasinn Air 66N er samstarfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila í samfélaginu. Klasinn er leiðandi í að markaðssetja og kynna Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað fyrir millilandaflug allt árið um kring með það að markmiði að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi og lengja dvöl þeirra á svæðinu. Verkefnið fór af stað 2010 og í október það ár var ráðinn verkefnastjóri til að annast undirbúning að verkefninu í samvinnu við ýmsa hagsmunaaðila. Í október 2011 var klasinn svo formlega stofnaður. Verkefnið hefur frá upphafi verið hýst hjá Markaðsstofu Norðurlands (MN).

Framtíðarsýn Air 66N er að stöðug eftirspurn sé eftir ferðaþjónustu á Norðurlandi allt árið með reglulegu millilandaflugi á Akureyrarflugvöll þar sem nýr áfangastaður á Íslandi hafi verið opnaður.  

Millilandaflug um Akureyri

Á undanförnum misserum hafa tækifærin til ferðalaga með flugi frá Akureyri aldrei verið fjölbreyttari.

easyJet
Vorið 2023 tilkynnti easyJet um beint flug til Akureyrar í vetur, en félagið hefur flogið til Keflavíkur um árabil. Ári síðar, vorið 2024, var svo tilkynnt um að einnig yrði flogið frá Manchester til Akureyrar veturinn 2024-2025.

Flogið verður frá Gatwick flugvellinum í London og flugvellinum í Manchester, en þaðan er hægt að taka tengiflug til að komast nánast hvert sem er í heiminum. Hægt er að kaupa flugferðir á heimasíðu easyJet og þar er hægt að bæta við tengiflugi með félaginu lengra út í heim. Einnig er hægt að nýta síður á borð við Dohop, til að kaupa tengiflug með öðrum flugfélögum.

Flogið er alla þriðjudaga og laugardaga frá 5. nóvember 2024 til 29. mars 2025.

Smelltu hér til þess að finna flug frá Akureyri


Edelweiss
Sumarið 2023 flaug svissneska flugfélagið Edelweiss beint til Akureyrar frá Zurich. Árangurinn af þeim flugferðum var góður og áfram var boðið upp á flugferðirnar sumarið 2024, þar sem fleiri ferðum var bætt við.
Bóka þarf í gegnum heimasíðu Swiss:
www.swiss.com/ch/en/homepagehttps://www.swiss.com/xx/en/book-and-manage/flights

Voigt Travel
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel flýgur með farþega bæði á veturna og sumrin og það er flugfélagið Transavia sem sér um þær ferðir. Íslendingar geta keypt ferðir til Hollands hjá ferðaskrifstofunni Verdi. Sjá: www.verditravel.is

Kontiki
Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki býður upp á vetrarferðir til Norðurlands veturinn 2025, með beinu flugi frá Zurich til Akureyrar í febrúar og mars. Þetta er annar veturinn í röð sem Kontiki býður upp á þessar ferðir.
Sjá nánari upplýsingar hér: https://www.kontiki.ch/nordisland-im-winter

Áætlun 2024

Viðskiptaáætlun 2011-2015
Árið 2011 var gefin út fyrsta viðskiptaáætlun Flugklasans, fyrir árin 2011-2015. Í henni er farið vel yfir tilgang verkefnisins og markmiðin, vinnuna sem framundan var á þeim tíma og fleira.

Skýrslur

Skýrsla frá KPMG um greiningu á gistirýmum, unnin árið 2022 með tilliti til aukinna umsvifa í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

 


Sviðsmyndagreining

Markaðsstofa Norðurlands hefur látið meta ávinning af reglubundnu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Settar voru fram fjórar mismunandi sviðsmyndir og ávinningurinn metinn út frá forsendum hverrar sviðsmyndar fyrir sig. Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, gerði þetta mat og tölurnar sem hér eru birtar eru teknar úr greinargerð hans, sem má skoða með því að smella hér.

Sjá myndræna framsetningu á skýrslu

 

Stöðuskýrslur Flugklasans

Sjá stöðuskýrslur 

Október 2024

Apríl 2024

Október 2023

Apríl 2023

September 2022

Apríl 2022

Október 2021

Apríl 2021

September 2020

Október 2017

Mars 2017

Nóvember 2016

September 2016

Apríl 2016

Fréttir frá Flugklasanum

  • Upptaka og kynningar frá Flugi til framtíðar

    Hér að má sjá dagskrá ráðstefnunnar, þar sem hægt er að smella á hlekki til að skoða glærukynningar. Upptöku frá fundinum má einnig sjá hér neðar í færslunni.
  • Áframhaldandi stuðningur við beint millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða

    Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, skrifaði í dag undir samninga um áframhaldandi stuðning úr Flugþróunarsjóði við Markaðsstofu Norðurlands, Flugklasann og Austurbrú, um beint millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða.
  • easyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar

    Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust.
  • Streymi frá ráðstefnunni Flug til framtíðar

    Hér verður streymi frá ráðstefnu MN um flugmál mánudaginn 18. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Hofi á Akureyri, kl. 13:00-16:00.