Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti. Víða um land er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.

North E-bike
North E-bike bíður upp á rafmagnshjólaferðir fyrir allan aldur á skemmtilegum og miskrefjandi stígum í bakgarði Húsavíkur.
Hlíð ferðaþjónusta
Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu. Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs.  Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt. Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu.  Álfahlíð/Dvergahlíð:  Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft.  Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur,  einnig er setustofa og snyrting með sturtu. Andabyggð:  Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi.  2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði. Tjaldsvæði:  Við bjóðum  upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu.  Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar.  Ekki er mikill trjágróður á staðnum.  Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði.  Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það.  Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur.  Stórt eldhústjald er á svæðinu. Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu,  t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga.  Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi,  við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.  

Aðrir (1)

Hopp Akureyri Njarðarnes 6 603 Akureyri 694-9511