Sumarhús hafa alltaf verið vinsæll kostur hjá Íslendingum þegar ferðast er um landið. Það er notarlegt að koma inní heitan sumarbústað eftir skoðunarferð dagsins, kveikja upp í grillinu og láta jafnvel renna í pottinn ef hann er til staðar. Njóta kyrrðarinnar í fallegu umhverfi.
Aðstæður í sumarhúsum eru mismunandi en það er sérstaklega hentug að leigja stórt sumarhús þegar fleiri ferðast saman.
Karlsá gistiheimili
Karlsá er reisulegt hús á 3 hæðum, staðsett nokkrum kílómetrum norðan við Dalvík. Tilvalið fyrir stórar fjölskyldur, pör eða hópa sem vilja slaka á í fallegu umhverfi eða kanna það sem Tröllaskaginn hefur upp á að bjóða. Gestir leigja allt húsið.
Í húsinu eru 7 herbergi með uppbúnum rúmum fyrir allt að 15 manns, eldhús, borðstofa og setustofa. Úti er lítið gufubaðshús og heitur pottur með útsýni yfir fjörðinn og fjöllin allt í kring.
www.karlsa.comwww.ravenhilllodge.comwww.bergmenn.comwww.arcticheliskiing.com
View
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.
Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.
Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.
Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.
Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.
Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
View
Hlíð ferðaþjónusta
Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu.
Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt.
Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu.
Álfahlíð/Dvergahlíð: Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft. Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur, einnig er setustofa og snyrting með sturtu.
Andabyggð: Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi. 2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði.
Tjaldsvæði: Við bjóðum upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu. Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar. Ekki er mikill trjágróður á staðnum. Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði. Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það. Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur. Stórt eldhústjald er á svæðinu.
Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu, t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga. Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi, við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.
View
Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum
Lýtingsstaðir er skagfirskur sveitabær með hrossarækt, staðsettur 19 km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð. Héðan er stutt á Sprengisand og á Kjalveg. Hestatengd ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum síðan árið 2000.
Boðið er upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana. Lágmarksaldur til að fara í reiðtúr er 6 ára en hægt er að teyma undir börn 3-6 ára heim á hlaði og í kringum torfhúsin okkar. Það er líka hægt að koma bara í smá kynningarheimsókn og hestaknús.
Lýtingsstaðir býður upp á gistingu í þremur gestahúsum (20fm og 41fm) sem hýsa 4-6 manns. Í húsunum er sér baðherbergi með sturtu. Einnig lítið eldhús.
Innblásið af sögu bæjarins var hlaðið gamaldags hesthús, skemma og rétt úr torfi. Torfhúsin eru meistaraverk íslensks handverks og hýsa sýningu með gamaldags reiðtygjum og annað. Hljóðleiðsögn er í boði sem hentar vel frá 6 ára aldri og tekur um það bil 30 mínútur.
View
Kaffi Hólar
Rekstur veitinga- og gistisölu á Hólum í Hjaltadal. Rekstur mötuneytis fyrir Háskólann á Hólum.
View
Dalasetur
Dalasetur er staðsett í Unadal í Skagafirði, skammt frá Hofsós. Vegurinn frá Hofsós er tæplega 4 kílómetra langur malarvegur og innst í dalnum eru 3 gestahús sem standa saman á litlu landi sem heitir Helgustaðir.
Dalasetur er hugsað sem heilsusetur fyrir fólk sem vill koma til að njóta og slaka á í kyrrlátu og friðsælu umhverfi sem Unadalur hefur upp á bjóða.
Gestir Dalaseturs geta pantað tíma í heilsunudd og í boði er sameiginlegur heitur pottur og infrared sauna ásamt öðrum heitum potti við bakka Unadalsá. Einnig er frisbígolfvöllur á svæðinu.
Yfir sumarmánuðina er Dalakaffi opið fyrir alla sem leggja leið sína í Unadal og á boðstólnum er kaffi frá Kvörn, heimagert bakkelsi og súpur.
View
Gistiheimilið Brekka
Brekka Gistiheimilið er í fallegu umhverfi mitt á milli Húsavíkur og Mývatns.
Gistihúsið er vel staðsett til skoðunarferðar að Goðafossi,Mývatni,hvalaskoðun á Húsavík,Dettifossi,Öskju og Akureyrar.
Veitingastaðurinn er opinn frá 1. maí til 30. september.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Fell Cottages
Jörðin Fell er á Norðausturlandi, nánar tiltekið á svonefndri Langanesströnd, sem liggur milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Frá Felli eru 13 km til Þórshafnar, 32 km til Bakkafjarðar og 55 km til Vopnafjarðar, stærsta þéttbýliskjarnans á svæðinu. Fell stendur stutt frá sjó í mikilli náttúrufegurð og rólegu umhverfi undir fellinu sem bærinn dregur nafn sitt af, Smyrlafelli. Við bænum blasir einnig Gunnólfsvíkurfjall, 719 metra hátt og tignarlegt.Búið er að koma upp sjósundskýli og því fullkomin ástæða til að skella sér í sjóinn í þessari fallegu fjöru.
Boðið er uppá gistingu í 2 sumarhúsum. Smyrill 15 fm hús með 2 rúmum og 1 efri koju, snyrting en ekki sturta. Eldunaraðstaða. Fálki 25 fm hús með 2 rúmum í sérherbergi og svefnsófa fyrir 2 í alrými. Baðherbergi með sturtu. Eldunaraðstaða.
Verið velkomin í gistingu að Felli.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Breiðamýri
Á Breiðumýri hefur verið rekið gistihús frá 2016, Breidamyri Farm Apartments. Þar er boðið upp á gistingu í 5 íbúðum. Á neðri hæð eru þrjár fullbúnar íbúðir með eldunaraðstöðu og sér baðherbergi. Á efri hæðinni eru tvær stærri íbúðir með eldhúsi og sér baðherbergi. Á Breiðumýri er kjörin aðstaða fyrir fjölskyldur sem vilja gista í heimilislegu og notalegu umhverfi en jafnframt hafa möguleika á að njóta sömu þæginda og heima við.
Stutt er á Laugar, en þar er veitingahús og verslun, Dalakofinn. Einnig hin besta sundlaug og 6 hola golfvöllur.
Margar af hinum fallegustu náttúruperlum Íslands eru í næsta nágrenni, Mývatn með allri sinni fegurð, þar eru ótakmarkaðir möguleikar á alls konar útivist og Jarðböðin.
Jökulsárgljúfur, Dettifoss og Ásbyrgi, Goðafoss og Aldeyjarfoss eru í nágrenni eins má fara til Húsavíkur þaðan er hægt að fara í hvalaskoðun eða á hin ýmsu söfn- og slaka svo á í hinum vinsælu Sjóböðum.
Gestum á Breiðumýri er einnig velkomið að ganga um bújörðina, jafnvel fylgjast með bóndanum að störfum við heyslátt, kúnum úti í haga, hænunum að vappa um eða klappa Kela ketti sem elskar að taka á móti gestum.
View
Glaðheimar
Sumarhúsin eru til leigu allt árið. Gistirými í 20 velbúnum húsum fyrir allt að 110 manns. Heitir pottar eru við flest húsin. Búið í fallegu sumarhúsi, í frábæru umhverfi og látið ykkur líða vel. Bjóðum auk þess upp á svefnpokapláss. Við viljum vekja athygli á að glæsileg ný sundlaug var opnuð á Blönduósi sumarið 2010.
Afgreiðsla Glaðheima er í upplýsingamiðstöðinni í Brautarhvammi við þjóðveg 1. Utan opnunartíma er alltaf svarað í síma 820 1300 eða 690 3130.
View
Svartaborg
Svartaborg Lúxus í Norðri. Húsin 6 standa í hlíð með góðu útsýni yfir dalinn og sólsetrið í norðri. Staðsetning er mjög góð þegar kemur að helstu perlum Norðurlands eystra. Mætti þar nefna dagsferðir til að skoða Goðafoss og Mývatnssveit, Ásbyrgi og Dettifoss, Sjóböðin Geosea og hvali á Húsavík, Melrakkasléttu og Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Húsin voru opnuð sumarið 2020 og eru fallega hönnuð með þægindi í fyrirrúmi. Einstök hús hönnuð af eigendunum og hönnuðunum Róshildi og Snæbirni sem búa á staðnum á gamla sveitabæ forfeðra Róshildar.
View
Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili
Í boði er gisting í nýuppgerðu gistihúsi sem rúmar allt að 14 manns í uppábúnum rúmum. Í húsinu eru 5svefnherbergi og tvö baðherbergi. Vel útbúið eldhús sem ásamt notalegri stofu og borðstofu. Húsið er allt hið glæsilegasta. Við húsið er upphituð verönd með garðhúsgögnum , gasgrilli og heitum potti.
Hestaleiga: Við höfum mikið úrval af frábærum hestum bæði fyrir óvana sem og vana reiðmenn. Hægt er að panta bæði lengri sem styttri ferðir. Vinsælasta ferðin okkar er 2 klst reiðtúrinn enda er farið með gesti um falleg landslag á friðsælum stað hér ofan við bæinn.
Hestaferðir: Í boði eru jafnt lengri sem styttri hestaferðir um ægifagran Skagafjörðinn jafnt sumar sem haust. Sjá nánar á vefsíðunni okkar.
View
Brimnes Bústaðir
Brimnes hótel og bústaðir er staðsett í Ólafsfirði í Fjallabyggð við Ólafsfjarðarvatn, en um leið mitt í jökulskornum Tröllaskaganum. 60 kílómetrum norðan við Akureyri og 18 kílómetrum norðan við Dalvík.
Átta finnskir bústaðir standa við norðurenda Ólafsfjarðarvatns. Heitir pottar eru á veröndum þeirra allra sem og eldunaraðstaða.
Hótelið stendur nokkrum metrum norðan við bjálkahúsin og þar er boðið upp á gistingu í 11 tveggjamanna herbergjum með baði, setustofu og háhraða nettengingu.
Það er nóg við að vera, bæði á staðnum og í næsta nágrenni. Verið velkomin!
View
Ferðaþjónustan Brúnastöðum
Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort. Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur.
Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu.
HúsdýragarðurinnÁ Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga.
Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00.
Þið finnið okkur á Facebook hér.
View
The Herring House
The Herring House er yndislegt gistiheimili á Siglufirði, vinalegum bæ sem tekur vel á móti ferðamönnum og gestum á flakki um Norðurland.
Gistiheimilið er einstaklega vel staðsett; í stórum friðsælum garði bak við kirkjuna, með útsýni yfir bæinn, fjörðinn og fjöllin í kring og aðeins fárra mínútna göngufjarlægð frá Ráðhústorginu, hjarta bæjarins. Stutt er í alla þjónustu, svo sem verslun, kaffihús, veitingastaði og söfn.
Fjöllin í kringum Siglufjörð eru engu lík. Þau bjóða uppá mikla möguleika til útiveru; fjallgöngur á sumrin og skíðaiðkun á veturna, hvort sem er göngu-, svig- eða fjallaskíði, sem oft er hægt að stunda fram í júní.
The Herring House býður uppá fjögur glæsileg vel búin herbergi með uppábúnum rúmum og tvögestahús sem staðsett eru á lóðinni.
Herbergin eru með sameiginlegum vel útbúnum eldhúskrók og rúmgóðu baðherbergi.
Gestahúsin, sem eru tveggja manna, eru með verönd, sér baðherbergi og litlu, en fullbúnu eldhúsi.
Á lóðinni er einnig að finna útisturtu, baðhús og heitan pott inn á milli trjánna.
Fátt er betra eftir góðan dag í fersku íslensku fjallalofti, en að skola af sér í útisturtu og slaka síðan á í heitum potti.
Hlökkum til að bjóða ykkur uppá notalega upplifun á The Herring House, þar sem mikil áhersla er lögð á hreinlæti og persónulega þjónustu.
View
Iceland Yurt
Iceland Yurt býður upp á einstaka gistingu í Mongólíu tjöldum (Ger/Yurt) allan ársins hring í rólegu og náttúrulegu umhverfi með stórkostlegt fjallaútsýni og útsýni yfir Eyjafjörð og Akureyri.
Einnig eru þau með Gaia hofið þar sem boðið er upp á námskeið og heilsumeðferðir fyrir ferðamenn, náttúruunnendur og þá sem vilja efla eigin heilsu og innri styrk.Þetta býður upp á meiri meðvitund um náttúruna og umhverfið jafnt sem eigið andlegt og líkamlegt jafnvægi.
Gaia hofið, námskeið og tónheilun Þóra Sólveig býður upp á námskeið, hugleiðslur, athafnir, hreyfingu í núvitund/dans, djúpa slökun og tónheilun. Solla spilar á gong, kristal hljómskálar og önnur heilandi hljóðfæri fyrir einstaklinga, pör og hópa í náttúrunni eða inni í Gaia hofinu í okkar einstaka hand útskorna Yurt. Hægt er m.a. að bóka einkatíma í hljóðheilun með kristal tónkvísl og hreinum kjarnaolíum.
Nokkur orð frá gestum okkar:
Gisting í Yurt:
‘Amazing yurt, very cozy and warm. Beautiful view in such a quiet place’ ‘This place is truly amazing. The kids will be talking about their stay in the yurt for a long time to come´ ´This was such a fun and memorable experience for myself, my husband, and our 2-year old son.´
´We stayed at Iceland Yurt with three of us when travelling around Iceland in August. I have never slept in a yurt before and I am really impressed how clean and comfortable everything was. The yurt is really cozy with a stove in the middle, the beds are great and there are plenty of woollen blankets and pillows. We fell asleep listening to the light drizzle of rain outside and woke up next morning to a beautiful view over Akureyri and with a great breakfast lovingly prepared in a small cooling box. The hosts are so nice and welcoming and I'll gladly stay here again.´
Heilsumeðferð í Gaia hofinu: ´Amazing experience with Solla- felt like a part inside of me was awaken again and I felt new born after!! I felt like in peace surrounded with relaxing and nourishing healing bowls and gong sounds, touching the body and soul- and Solla guided me with a respectful and intuitive way through sounds and touch to remember my own being again. A deep and healing experience - I warmly recommend to receive a healing session with Solla! So grateful to get the first private session with her!´ (in the Gaia Temple).
View
Nordic Natura
Gullfalleg og vel staðsett 25 m2 stúdíóhús á barmi Ásbyrgis með stórkostlegu útsýni til allra átta. Húsin eru með stílhreinni eldhúsinnréttingu (uppþvottavél, ísskápur, örbylgjuofn og helluborð) og öllum nauðsynlegustu eldhúsáhöldum og tækjum. Við hvert hús er 25 m2 sólpallur með gasgrilli og útihúsgögnum. Húsin eru hönnuð með þægindi í huga. Gæðarúm frá Svefn og heilsu og öll rúmföt og handklæði eru úr 100% lífrænni Fair traid bómull. Allar sápur eru annaðhvort lífrænar eða náttúrulega handunnar úr héraði. Góður svefnsófi til staðar fyrir börnin.
Opnunartími: 15. júní – 20. ágúst (utan þess eftir samkomulagi).Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
__________________________________________________________________________________
Skutlþjónusta fyrir göngu- og hjólafólk
Nordic Natura býður upp á skutlþjónustu fyrir göngu- og hjólafólk í Vatnajökulsþjóðgarði.Ásbyrgi – Vesturdalur – Hólmatungur – Dettifoss. Hvar og hvernig sem þú ákveður að plana gönguna þá erum við til staðar hvort sem þig vantar að láta sækja þig á endastöð eða skutla þér á byrjunarreit.
Tímabil: júní – septemberNánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
__________________________________________________________________________________
Dagsferðir með Nordic Natura
Nordic Natura býður upp á persónulegar dagsferðir yfir bæði sumar og vetur. Leitast er við að bjóða ferðir þar sem gestir upplifa eitthvað nýtt og áhugavert sem venjulega væri utan seilingar fyrir hinn hefðbundna ferðamann.
Jeppaferðir. Tímabil: júní – mars (Fer eftir tegund ferðar)Nánari upplýsingar á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
View
Kaldbaks-kot Húsavík
Njótið náttúrunnar í sumarhúsum rétt utan við Húsavík. Staðsett á Demantshringnum þar sem náttúruperlurnar Húsavík, Ásbyrgi, Dettifoss, Mývatnssveit og Goðafoss bíða þín. Húsin eru þannig staðsett að gestir verði sem minnst varir við hvorn annan og þaðan er stórkostlegt útsýni og mikið fugla- og dýralíf. Ef þú leitast eftir þægindum, kyrrð, orku og töfrum - þá finnur þú það í kotunum við Kaldbak.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Íslandsbærinn - Old Farm
Íslandsbærinn er fjögurra bursta bær, byggður að gömlum stíl, stórglæsilegt og rúmgott hús með öll þægindi nútímans og endalausa möguleika. Tilvalinn fyrir fjölskyldur og/eða vini til að láta fara vel um sig á yndislegum stað. Rúmgóð forstofa og fjögur herbergi með uppábúnum rúmum fyrir 7-8 manns. Hvert herbergi er með sér útgang á verönd þar sem heitur pottur er. Tvö baðherbergi eru í húsinu og er sturta og þvottaaðstaða í því stærra. Rúmföt og handklæði eru með ísaumuðu merki Íslandsbæjarins sem og baðsloppar.
Stofa og borðstofa eru samtengd og opið er inn í eldhúsið. Þetta rúmgóða samverusvæði er glæsilega innréttað og inniheldur öll helstu þægindi til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Í eldhúsinu má finna sérvalinn borðbúnað fyrir 12 manns, ísskáp með klaka- og vatnsvél, vínkæli, örbylgjuofn, eldavél og ofni.
Kaffi, te og súkkulaði er í boði hússins.
Á veröndinni má finna, auk heita pottsins, fullbúið gasgrill og útigeymslu fyrir til dæmis skíði.
Málverkin á veggjunum eru eftir listakonu úr heimabyggð, Sunnu Björk.
ATH að húsið leigist út sem ein heild.
View
Gistiheimilið Grásteinn
Grásteinn Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili á sauðfjárbúinu Holti. Við bjóðum uppá gistingu í tveggja manna herbergjum, smáhýsum fyrir 3 og fjölskylduherbergi fyrir 5. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi og opnu WiFi neti.
Gestir okkar hafa aðgang að notalegu seturými við kamínu í aðalbyggingunni og þar er Heiðarlegi barinn opinn eftir þínum þörfum.
Eldum kvöldmat fyrir 6 eða fleiri, svo það er um að gera að hringja á undan sér og láta vita ef áhugi er fyrir því.
Gestum býðst að hitta dýrin á bænum og mögulegt að fara á hestbak. Erum með frisbígolf körfu og skemmtilegar gönguleiðir.
Á Grásteini ertu miðsvæðis fyrir allar perlur Norðausturhornsins, s.s. Dettifoss, Ásbyrgi, Langanes, Rauðanes, Heimsskautagerði og dásamlegu Selárlaug í Vopnafirði.
View
Hestasport sumarhús
Með glæsilegu útsýni yfir víðáttumikla sléttu og fjöll Skagafjarðar, eru sjö heillandi timburhús þar sem er kjörinn staður til að njóta frísins, allan ársins hring. Upplifðu Norðurland og njóttu þeirra endalausu ævintýramöguleika sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða.
Sumarhúsin eru mismunandi að stærð, frá stúdíóíbúðum (2-4 manns) til rúmgóðra húsa. Þau eru staðsett saman upp á hæð, í göngufæri frá Varmahlíð. Í miðju sumarbústaðarsvæðisins er heitur pottur þar sem hægt er að njóta útsýnisins, miðnætursólarinnar og norðurljósa.
Í Varmahlíð er góður þjónustukjarni: upplýsingamiðstöð, matvöruverslun, veitingastaður, bensínstöð, sundlaug og fleira.
View
Einishús
Glæsileg gistiaðstaða í fullbúnum heilsárshúsum, heitur pottur og grill með hverju húsi. Loka þrif innifalin.
Staðsetning Einishúsa er í Reykjadal í Þingeyjarsýslu og er í næsta nágrenni við Mývatn, Ásbyrgi, Dettifoss, Goðafoss og Húsavík.
Stærri húsin eru tvö: eins uppbyggð, ( 48 fm.) með tveimur svefnherbergjum. í stærra herberginu er hjónarúm 153cm x 200cm en í minna herberginu eru kojur 90cm x 200cm. Gott baðherbergi með sturtu, einnig hárþurrku. Á svefnlofti eru 4 góðar dýnur. Í alrými er sófasett, flatskjásjónvarp, útvarp með dvd og cd, borð og stólar fyrir 8 manns og einnig borðbúnaður. Eldavél, ísskápur og uppþvottavél er í húsunum einnig örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar og heitur pottur. Húsin eru leigð með rúmfötum fyrir 4, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á dýnur.
Minni húsin eru þrjú, með svipuðu sniði og hin stærri,en ( 28 fm ) með einu herbergi og þar eru tvö 90cm x 200cm. rúm. Gott baðherbergi með sturtu,einnig hárþurrku. Í alrými er svefnsófi 143 cm.x 200cm, flatskjásjónvarp, dvd og cd, borð og stólar fyrir 5 manns, og einnig borðbúnaður, eldavélar helluborð með 2 hellum, ísskápur, örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar, og heitur pottur . Húsin eru leigð með rúmfötum fyrir 2, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á svefnsófa.
View
Sportferðir ehf.
Sportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila. Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði. Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa. Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7 fullbúin sumarhús.
View
Aðrir (33)
Búngaló | Borgartún 29 | 105 Reykjavík | 445-4444 |
Hey Iceland | Síðumúli 2 | 108 Reykjavík | 570-2700 |
Ævintýrahúsið Hóll á Siglufirði | Hrísmóar 4 | 210 Garðabær | 698-8886 |
Farfuglaheimilið Sæberg | Reykjaskóli, Hrútafjörður | 500 Staður | 894-5504 |
Mörk - Superior Cottages | Mörk | 530 Hvammstangi | 862-5636 |
Smáhýsi á Hvammstanga | Kirkjuhvammur | 530 Hvammstangi | 860-7700 |
Stekkjardalur | Stekkjardalur | 541 Blönduós | 452-7171 |
Stóra-Giljá | Ásar | 541 Blönduós | 845-2684 |
Gestahús í Tröð | Tröð | 551 Sauðárkrókur | 453-5225 |
Keldudalur | Hegranesi | 551 Sauðárkrókur | 846-8185 |
Ferðaþjónustan Syðstu-Grund | Syðsta-Grund | 560 Varmahlíð | 453-8262 |
Gistihúsið Syðra-Skörðugil | Syðra-Skörðugil | 560 Varmahlíð | 897 0611 |
Kjarnalundur - Sumarbústaður | Kjarnalundur | 600 Akureyri | 4600060 |
Akureyri Gilið | Kaupvangsstræti 19 | 600 Akureyri | 663-5790 |
Nordic Lodges Hamragil | í landi Víðifells, Fnjóskadal | 601 Akureyri | 897-3015 |
Sumarhúsin Sílastöðum | Sílastaðir | 601 Akureyri | 462-7924 |
Vaðlaborgir 17 | Vaðlaborgir 17 | 601 Akureyri | 869-6190 |
Bakkakot Cabins | 601 Akureyri | 896-3569 | |
Kotabyggð 14 og Kotabyggð 1b | Kotabyggð 14 | 601 Akureyri | 892-3154 |
Sumarhúsin Fögruvík | Hörgársveit | 601 Akureyri | 6900007 |
Silva | Syðra-Laugaland | 601 Akureyri | 851-1360 |
Viking Cottages & Apartments | Kotabyggð 15-16 | 601 Akureyri | 8935050 |
Hrímland - Gisting í Hálöndum | Hlíðarfjall | 603 Akureyri | 866-2696 |
Ártún Ferðaþjónusta | Ártún, Grýtubakkahreppur | 616 Grenivík | 8923591 |
Gistiheimilið Höfði | Hrísahöfði | 620 Dalvík | 7892132 |
Sky Sighting Iglúhús | Árbakki | 621 Dalvík | 852-7063 |
Syðri-Hagi | Syðri-Hagi, Árskógsströnd | 621 Dalvík | 849-8934 (e |
Gistihúsið Staðarhóli | Staðarhóll, Aðaldalur | 641 Húsavík | 464-3707 |
Laxárdalur Cabin | Árhólar | 641 Húsavík | 844-3834 |
Láfsgerði | Láfsgerði | 650 Laugar | 892-7278 |
Stóru-Laugar | Reykjadal | 650 Laugar | 464-2990 |
Gistiheimilið Stöng | Mývatnssveit | 660 Mývatn | 464-4252 |
Keldunes | Keldunes II | 671 Kópasker | 465-2275 |