Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Nordic Natura

    - Sumarhús

    Gullfalleg og vel staðsett 25 m2 stúdíóhús á barmi Ásbyrgis með stórkostlegu útsýni til allra átta. Húsin eru með stílhreinni eldhúsinnréttingu (uppþvottavél, ísskápur, örbylgjuofn og helluborð) og öllum nauðsynlegustu eldhúsáhöldum og tækjum. Við hvert hús er 25 m2 sólpallur með gasgrilli og útihúsgögnum. Húsin eru hönnuð með þægindi í huga. Gæðarúm frá Svefn og heilsu og öll rúmföt og handklæði eru úr 100% lífrænni Fair traid bómull. Allar sápur eru annaðhvort lífrænar eða náttúrulega handunnar úr héraði. Góður svefnsófi til staðar fyrir börnin. 

    Opnunartími: 15. júní – 20. ágúst (utan þess eftir samkomulagi).
    Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is

    __________________________________________________________________________________

    Skutlþjónusta fyrir göngu- og hjólafólk 

    Nordic Natura býður upp á skutlþjónustu fyrir göngu- og hjólafólk í Vatnajökulsþjóðgarði.
    Ásbyrgi – Vesturdalur – Hólmatungur – Dettifoss. Hvar og hvernig sem þú ákveður að plana gönguna þá erum við til staðar hvort sem þig vantar að láta sækja þig á endastöð eða skutla þér á byrjunarreit. 

    Tímabil: júní – september
    Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is 

    __________________________________________________________________________________

     Dagsferðir með Nordic Natura 

    Nordic Natura býður upp á persónulegar dagsferðir yfir bæði sumar og vetur. Leitast er við að bjóða ferðir þar sem gestir upplifa eitthvað nýtt og áhugavert sem venjulega væri utan seilingar fyrir hinn hefðbundna ferðamann. 

    Jeppaferðir. Tímabil: júní – mars (Fer eftir tegund ferðar)
    Nánari upplýsingar á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is

    Nordic Natura

    Nordic Natura

    Gullfalleg og vel staðsett 25 m2 stúdíóhús á barmi Ásbyrgis með stórkostlegu útsýni til allra átta. Húsin eru með stílhreinni eldhúsinnréttingu (uppþv
    Tjaldsvæðið í Ásbyrgi

    Tjaldsvæðið í Ásbyrgi

    Í Ásbyrgi er stórt tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla. Æskilegt er að bóka tjaldstæði fyrir komu vegna vinsælda tjaldsvæðisins o
    Ásbyrgi

    Ásbyrgi

    Ásbyrgi er eitt helsta náttúruundur Íslands og er staðsett í Vatnajökulsþjóðgarði. Fjöldi göngustíga eru í og við Ásbyrgi, fjölbreyttir að lengd og ge
    Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, Gljúfrastofa

    Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, Gljúfrastofa

    Gljúfrastofa er ein af gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er falleg fræðslusýning og upplýsingagjöf fyrir gesti. Þar má fá upplýsingar um þjóðgarði
    Veggur veitingahús

    Veggur veitingahús

    Veggur veitingahús er við Dettifossveg í Kelduhverfi, við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs og hinn svokallaða Demantshring. Náttúran umhverfis staðinn státa
    Jökulsárgljúfur

    Jökulsárgljúfur

    Jökulsárgljúfur tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði og umhverfi þeirra hafa heillað margan ferðalanginn. Fossasamtæða Jökulsár á Fjöllum með Selfoss, Dettif
    Leaflet | © OpenStreetMap contributors

    Aðrir (1)

    Ásbyrgi veitingar og verslun Kelduhverfi 671 Kópasker 465-2260