Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Beint frá býli

Beint frá býli er merki fyrir þá sem selja, framleiða eða framreiða matvæli beint úr héraði.

Vogafjós
Velkomin í Vogafjós Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað afeftir langan dag.   Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar.  Morgunverður Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggjamínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltumsem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,beint úr spenanum.   Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.   Veitingastaður Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.   Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafaeinungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.   Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.  Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  
Dæli Guesthouse
Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal hefur verið rekin frá árinu 1988.  Fjölbreytt aðstaða og afþreying, bæði fyrir einstaklinga og hópa, 16 herbergi með baði þar af 10 tveggja og 4 þriggja manna og 1 með aðgengi fyrir fatlaða. Þá eru 6 smáhýsi með rúmum og kojum fyrir allt að 24 manns og er hvert hús 12 m² að stærð með WC í hverju húsi.  Sameiginleg sturtu- og snyrtiaðstöða.  Þar er einnig matsalur með eldunaraðstöðu. Í Dæli er rekin veitingasala með bar fyrir gesti og gangandi, hópa jafnt sem einstaklinga. Okkar rómaða kaffihlaðborð með heimabökuðu íslensku bakkelsi nýtur líka sívaxandi vinsælda. Við gerum tilboð í hópa, bæði í mat og kaffi, svo hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar! Veitingasalan er opin alla daga og öll kvöld frá 15. maí til 30. september, en annars eftir samkomulagi. Boðið er upp á hestasýningar fyrir 15 eða fleiri en þær þarf að panta fyrirfram.  Þá bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga og þarf að bóka það sérstaklega .
Rúnalist Stórhól - Handverk og húsdýr
Stórhóll er staðsettur í Skagafirði í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, um 18 km í suður frá Varmahlíð við veg 752 Skagafjarðarveg.   Stórhóll er 50ha að stærð, ein af nýbýlajörðum ríkisins sem búnar voru til um 1950. Frá 1995 leigðum við jörðina en 2008 var okkur heimilt að kaupa jörðina. Í upphafi voru ærnar 33 og hrossin innan við 10 og einn flækingsköttur. Í dag, 24 árum seinna er bústofninn 120 ær, gemlingar og hrútar 30 geitur og hafrar, rúmlega 30 hross, hænur , endur, hundar , kettir og kanínur.   Árið 2011 festum við kaup á 3 gámum sem byggðir voru svo saman en þar er nú Rúnalist Gallerí, vinnustofa og lítil búð þar sem selt er handverk og afurðir búsins, kjöt og egg Beint frá Býli en við erum einnig félagar í þeim samtökum. Við erum einnig í Opnum Landbúnaði og tökum á móti fólki til að skoða og fræðast um dýrin, gegn vægu gjaldi.
Ferðaþjónustan Brúnastöðum
Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur. Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu. HúsdýragarðurinnÁ Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga. Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00.  Þið finnið okkur á Facebook hér.

Aðrir (4)

Brekkulækur Brekkulækur 531 Hvammstangi 451-2938
Syðri-Hagi Syðri-Hagi, Árskógsströnd 621 Dalvík 849-8934 (e
Skarðaborg Skarðaborg 641 Húsavík 892-0559
Hella - Reykkofinn Hella 660 Mývatn 464-4237