Hótel Kjarnalundur er 66 herbergja hótel í aðeins 3,5 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Hótelið hefur upp á að bjóða notalegt og afslappað umhverfi með einstakri aðstöðu hvað varðar útiveru, heilsu og vellíðan. Náttúran umvefur hótelið sem gerir gestum kleift að endurnærast í snertingu við íslenska náttúru. Hótelið er staðsett í jaðri Kjarnaskógar sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa.
Við bjóðum upp á einstaklings herbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi sem eru allt frá þriggja manna til sex manna. Öll herbergin okkar eru með baði, sjónvarpi og þráðlausu neti. Það er frítt þráðlaust net á öllu hótelinu.
Hótelið er einnig með sumarhús (109 fm) í Kjarnaskógi. Hvert hús er með gistipláss fyrir sex manns í þremur svefnherbergjum. Í hverju húsi eru tvö baðherbergi, fullbúið eldhús, stór verönd með heitum potti og gas grilli.
Tveir veitinga- og fundarsalir eru á hótelinu. Boðið er upp á morgunverð og kvöldverð á hótelinu. Kvöldverð þarf að bóka með fyrirvara. Góð fundaraðstaða er í boði og tökum við að okkur veislu- og fundarhald allt árið. Salirnir taka samtals allt að 170 manns.
Við hótelið eru í boði úti heita pottar, infra rauður saunaklefi og möguleiki á að fara í nudd.
Húsið er á fjórum hæðum og er lyfta í húsinu. Gott aðgengi er fyrir fatlaða um allt húsið og eru sérútbúin herbergi fyrir hjólastóla.
Í Kjarnaskógi rétt ofan hótelsins er meðal annars að finna gönguleiðir, blakvöll, leiktæki og sérhannaða fjallahjólabraut. Á veturna er troðin göngubraut fyrir skíðagöngufólk.