Í Vesturdal er lítið tjaldsvæði sem er alla jafna opið frá miðjum júní og fram í miðjan september. Svæðið er einungis ætlað tjöldum. Hvorki rafmagn né heitt vatn er í boði. Símasamband á svæðinu er slitrótt.
Ekki er hægt að bóka fyrirfram gistingu á tjaldsvæðinu í Vesturdal. Landverðir sjá um innheimtu gistigjalda. Gestir eru beðnir um að gera vart við sig í upplýsingahúsi í Vesturdal áður en tjaldað er, eða strax að morgni ef komið er eftir lokun.