Hótel Varmahlíð er staðsett í hjarta Skagafjarðar, Varmahlíð við þjóðveg 1 og er í u.þ.b. 3 ½ tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík og til Akureyrar er einungis klukkustundar akstur. Hótelið býður upp á gistingu í 19 vel búnum herbergjum sem öll hafa sér baðherbergi.
Morgunverðarhlaðborð er innifalið í gistingu og yfir sumarmánuðina er veitingastaður hótelsins opin öll kvöld og býður upp á matseðil sem inniheldur úrvalshráefni úr héraði.