Sýslumaðurinn er veitingahús Hótels Blönduóss sem opnaði á sama tíma og hótelið, 15. maí síðastliðinn. Sýslumaðurinn er opinn alla daga vikunnar kl. 17:00-21:00 og boðið er upp á fjölbreyttan matseðil en kokkur á Sýslumanninum er hinn ungi en reynslumikli Halldór Örn Halldórsson sem starfað hefur erlendis og nú síðast á 5-stjörnu hóteli í Sviss sem hefur upp á að bjóða 2 Michelin veitingastaði. Borðapantanir eru í síma 699-1200 og í gegnum netfangið info@hotelblonduos.is.