Strikið veitingahús býður upp á fjölbreytilegan og vandaðan matseðil, góðan mat og góða þjónustu. Saman gerir þetta heimsókn á veitingahúsið Strikið á Akureyri að upplifun sem þú nýtur og geymir í minningunni. Útiaðstaðan okkar gerir þessa upplifun enn eftirminnilegri á góðum sumardegi.
Strikið er á fimmtu (efstu) hæð í Skipagötu 14 á Akureyri þar sem er frábært útsýni yfir Eyjafjörðinn og Akureyri. Salir Striksins eru tveir og rúma 60 og 80 manns en því til viðbótar er pláss fyrir allt að 100 manns úti undir beru lofti.
Áherslan er á fjölbreytileika í matargerð og úrval rétta á matseðlinum.