Kaffi Rauðka stendur í nýuppgerðu rauðu húsi við smábátahöfnina á Siglufirði. Staðurinn er vinsæll meðal bæjarbúa og því heppilegur til að kynnast lífinu á Sigló. Á sumrin myndast skemmtilegt andrúmsloft við Kaffi Rauðku og Hannes Boy þegar fjöldi manns kemur þar saman til að njóta lífsins.
Kaffi Rauðka sem opnaði árið 2011 er opin allan ársins hring og býður upp á fjölbreyttan matseðil við flestra hæfi en þar má finna allt frá kökum og samlokum til plokkfisks og BBQ rifja. Staðurinn er því heppilegur fyrir fjölskyldufólk sem vill hafa fjölbreytt úrval í heimsókn sinni til Siglufjarðar. Í hádeginu á virkum dögum er boðið upp á heitan heimilismat.
Á sumrin er hægt að spila strandblak, minigolf og risaskák á útisvæði Rauðku. Norðurhluti Kaffi Rauðku er einnig notaður sem tónleikasalur og eru haldnir tónleikar þar reglulega.
Kaffi Rauðka er einn af þremur veitingastöðum Sigló Hótels. Hinir tveir veitingastaðirnir eru Hannes Boy og veitingastaðurinn Sunna sem er staðsettur inn á hótelinu.