Safnasafnið safnar verkum listamanna sem af ýmsum ástæðum hafa verið á jaðrinum eða utanveltu við meginstrauma en eru í raun beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir. Safneignin telur um 140.000 skissur og fullgerð listaverk, gerð af rúmlega 300 lærðum og sjálflærðum listamönnum, frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag. Settar eru upp 10 til 12 nýjar sýningar á vorin, en að auki eru 2 fastar sýningar sem breytast lítillega frá ári til árs.
Í safninu er 67m2 íbúð í risi sem er leigð í minnst 2 nætur í röð, annars eins lengi og hentar fólki.
Safnasafnið stendur við þjóðveginn ofan við Svalbarðseyri, austan megin við Eyjafjörð, aðeins um 10 mínútna akstur frá Akureyri.
Opið kl. 10oo til -17oo, frá fyrsta laugardegi í maí til annars sunnudags í september.
Opið eftir samkomulagi fyrir hópa út október.
safngeymsla@simnet.is
Sími 461-4066