Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vaglaskógur

Vaglaskógur

Vaglaskógur er í margra huga einn stærsti og fegursti skógur landsins. Hann er vinsæll til útivistar og um hann liggja merktar gönguleiðir. Vinsæl tjaldsvæði eru í skóginum og fjöldi sumarhúsa í nágrenninu. Í skóginum er skemmtilegt trjásafn með fjölda tegunda. Margir leggja leið sína í Vaglaskóg til sveppa- eða berjatínslu og jurtaskoðunar.  
Stutt er til Akureyrar frá Vöglum, eða um 34 km ef farið er um Víkurskarð en aðeins um 18 km um Vaðlaheiðargöng.

Bogabrúin yfir Fnjóská er fyrsta steinbrú sinnar tegundar hér á landi og var hún hönnuð og byggð árið 1908. Upphaflega var brúin aðeins ætluð fyrir ríðandi menn og hestvagna en var notuð fyrir almenna umferð til ársins 1968. Eftir það var hún aðeins ætluð léttri umferð en var á endanum lokað fyrir bílaumferð árið 1993. 

Nánari upplýsingar: Vaglaskógur