Vaglir
Vaglir á Þelamörk
Vaglir á Þelamörk eru við þjóðveg nr. 1, um 10 km norðan og vestan Akureyrar. Skógurinn er fyrir ofan veg og er aðkoma að honum yst (næst Akureyri). Þjónustuslóðir liggja um skóginn og hægt er að ganga eftir þeim. Bílastæði er skammt ofan þjóðvegar, heldur frumstætt, og lítið annað hefur verið gert fyrir ferðamenn.
Unnið er að því að bæta skóginn með tilliti til útivistar, einkum með grisjun og skógvegagerð. Grisjunin er um leið þáttur í þroska skógarins sem nytjaskógar.
Nánari upplýsingar: Vaglir á Þelamörk