Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Frá Ásbyrgi er stutt að keyra á Kópasker, njótið útsýnisins og stoppið á leiðinni og röltið niður í fjöru.

Á Kópaskeri er gistiheimili og lítil verslun. Auðveld ganga að vitanum á Kópaskeri og þar er stundum hægt að sjá seli. Þegar Melrakkasléttan er keyrð er mikið um eyðibýli og eru þau einkennandi fyrir sléttuna. Norðan Kópaskers eru fallegar náttúruperlur eins og Snartastaðanúpur sem er hæðsta fjallið á þessum slóðum, Hestfall og klettarnir við Hvalvík.

Hraunhafnartangi er nyrsti punktur Íslands, við jaðar heimskautsbaugsins. Það er auðveld gönguleið útí vitann á Hraunhafnartanga og skemmtilegt að standa á nyrsta tanga meginlands íslands. Þar er Þorgeirsdys sem talin er vera haugur fornhetjunnar hugprúðu, Þorgeirs Hávarssonar, en frá vígi hans í frækilegum bardaga segir í Fóstbræðrasögu.

Á austurströnd Melrakkasléttu er Raufarhöfn, nyrst allra þorpa á Íslandi. Hvergi á Íslandi verður vornóttin bjartari né vetrardagurinn myrkari. Á Raufarhöfn er öll grunnþjónusta, tjaldstæði, hótel, gistiheimili, og kaffihús. Þarna er einstök náttúrufegurð á vorin og sumarkvöldum og fjölskrúðugt fuglalíf. Á ásnum fyrir ofan þorpið er Heimskautsgerðið, stærsta útilistaverk á Íslandi sem tvinnar saman íslenska menningu, bókmenntasögu og sígild vísindi við sérstæðar náttúruaðstæður.

Hjarta Þórshafnar slær í takt við sjávarföllin, þar hefur útgerð og fiskvinnsla verið aðalatvinnuvegurinn í gegnum tíðina. Því er einstaklega gaman að rölta niður að höfn eða fara í sund. Á Þórshöfn, í nágrenni og á Langanesi eru falleg gistiheimili.

Þórshöfn er anddyrið að ævintýraheimi Langaness, tilvalinn staður til að njóta kyrrðarinnar í náttúrunni. Langanesið teygist næstum 40 km útí hafið til norðausturs.
Sauðanes er fornfrægur kirkjustaður, höfuðból og menningarsetur 7 km norðan við Þórshöfn.
Undir Skoruvíkurbjargi er klettadrangur sem heitir Stórikarl. Þar er mesta súluvarp á Norðurlandi og einnig verpa þar margar aðrar fuglategundir t.d. langvía, ryta og fýll.
Skálar var þorp á Langanesi þar sem um tíma var blómlegt fiskimannasamfélag. Enn má sjá þar grunna margra húsanna, gamla bryggju og ýmsar aðrar minjar.

Melrakkasléttan og Langanesið er frábær staður fyrir þá sem vilja komast í ró og næði, upplifa náttúruna og fjölskrúðugt fuglalíf.

Ferðinni haldið áfram og keyrt yfir til Bakkafjarðar, gaman er að skoða gömlu höfnina og lífið í kringum þá nýju sem er skammt innan við þorpið. Skemmtileg gönguleið liggur út að Steintúni og áfram út að vitanum á Digranesi. Gönguslóð er einnig með Viðvíkurbjörgunum í Viðvík og þaðan yfir að Álftavatni og til Bakkafjarðar.

Kópasker
Hestfall, klettar við Hvalsvík
Hraunhafnartangi
Fuglaskoðun
Gönguferðir
Raufarhöfn
Heimskautsgerði
Þórshöfn
Rauðanes
Stórikarl
Vitinn á Kópaskeri
Lambanes
Sundlaugin Raufarhöfn
Sundlaugin Þórshöfn
Digranesviti
Gunnólfsvíkurfjall
Bakkafjörður

Bæir og þorp

Kópasker

Kópasker

Kópasker er vinalegt sjávarþorp í Núpasveit við austanverðan Öxarfjörð sem rekur sögu sína aftur til ársins 1879 er það varð löggildur verslunarstaður
Raufarhöfn

Raufarhöfn

Á austurströnd Melrakkasléttu er Raufarhöfn, nyrsta alla þorpa á Íslandi. Hvergi á Íslandi verður vornóttin bjartari né vetrardagurinn myrkari. Heimsk
Þórshöfn

Þórshöfn

Hjarta Þórshafnar slær í takt við sjávarföllin, þar hefur útgerð og fiskvinnsla verið aðalatvinnuvegurinn í gegnum tíðina. Því er einstaklega gaman að
Bakkafjörður

Bakkafjörður

Á Bakkafirði snýst lífið að mestu um fiskinn í sjónum og réttinn til að hafa lífsviðurværi sitt af veiðum á honum. Bakkafjörður býður upp á ótalmarga