Heitu pottarnir á Hauganesi njóta sífelldra vinsælda. Þeir eru opnir allt árið. Sandvíkurfjara við Hauganes er eina aðgengilega sandfjaran á Norðurlandi sem snýr móti suðri. Fjaran hefur löngum verið leikvöllur barnanna í þorpinu og þar sem hún er grunn langt út hitnar sjórinn á sólríkum góðviðrisdögum.
Í fjörunni hafa verið settir upp þrjár stórir heitir pottar auk Víkingaskipsins, sem eru með sírennsli á heita vatninu, og búningsaðstöðu. Aðgangseyrir er 1.000 kr á mann á dag, 500 kr fyrir börn 12 ára og yngri, hægt er að greiða með AUR í síma 892 9795. Pottarnir eru opnir frá 9-20 og ekki er heimilt að nota þá utan þess tíma nema láta vita (pottarnir kólna sjálfkrafa eftir kl 20) og skrá ábyrgðarmann. Hafið samband við Baccalá Bar, s. 620 1035.
Vöktun er á svæðinu með öryggismyndavélum en allir eru á eigin ábyrgð og við biðjum alla að ganga vel um!