Icelandsnowsports er skíða- og brettaskóli staðsettur á Tröllaskaga. Við erum hópur skíða- og brettakennara með margra ára reynslu. Þó svo að skólinn sé staðsettur á Tröllaskaga þá vinnum við um allt Ísland. Á Tröllaskaga og norðausturlandi eru 5 skíðasvæði og stutt þeirra á milli. Við viljum veita persónulega þjónustu og bjóðum uppá einka- og hópatíma að hámarki sex manns. Við kennum bæði byrjendum og lengra komnum.
Þjónusta okkar miðar að því að þú velur á hvaða skíðasvæði við mætum.
Hvort sem þú ert að fara í fyrsta skipti í brekkurnar eða með mikla reynslu þá erum við mjög spennt fyrir því að gera upplifun þína einstaka.