Gistiheimilið Mikligarður er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Hér eru 13 herbergi í boði; 3 með sér baði og 10 með sameiginlegri bað- og snyrtiaðstöðu. Gestamóttakan er á Hótel Tindastóli.
Í næsta nágrenni er margt athyglisvert að finna s.s 3 veitingastaði, bakarí, upplýsingamiðstöð, Minjahús, gólfvöll, þreksal, hestaleigu, sundlaug og margar góðar gönguleiðir stuttar sem langar svo eitthvað sé nefnt.
Á veturnar er hægt að skreppa á skíðasvæðið í Tindastóli, fara í rómantíska göngu eftir fjörunni og njóta alls þess sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða í afþreyingu, mat og drykk.