Apótek Guesthouse er staðsett við göngugötuna í hjarta Akureyrar. Þar sem frábært úrval er af veitingastöðum og kaffihúsum og má þar sérstaklega nefna Centrum Kitchen & Bar og Strikið. Stutt er í alla helstu þjónustu, sundlaugin, listasafnið, menningarhúsið Hof og tónleikastaðurinn Græni Hatturinn eru í göngufæri sem og allt það sem okkar fallegi miðbær hefur upp á að bjóða.
Apótek Guesthouse er tilvalinn ódýr og þægilegur kostur. Gistiheimilið skartar 17 rúmgóðum herbergjum auk fullbúinni 80 m2 íbúð með stórum svölum sem hýsir 5-7. Val stendur á milli herbergja með baðherbergi fyrir þá sem kjósa meira næði og herbergja með sameiginlegu baðherbergi.
Á 4. hæð hússins er að finna opið sameiginlegt rými með eldhúsaðstöðu, borðstofu, sjónvarpi og svölum sem snúa að göngugötunni. Á Centrum Kitchen & Bar veitingastaðnum okkar er morgunverðarhlaðborð alla morgna frá 7:00-10:00. Ásamt fjölbreyttum matseðil fyrir hádegis- og kvöldverð.
Herbergin okkar eru staðsett á 2. og 3. hæð hússins. Val stendur á milli herbergja með eigin baðaðstöðu fyrir þá sem kjósa meira næði og herbergja með sameiginlega baðaðstöðu. Íbúð á 4. hæð leigist sem ein eining og getur hýst stærri hópa sem ferðast saman. Íbúðin er með einkaaðgang að stórum svölum sem snúa til suðurs þar sem hægt er að njóta veðurblíðu Norðurlands. Hópar eru velkomnir!