Á Stóru-Ásgerisá í Víðidal í Húnaþingi vestra, mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar, hefur fjölskyldan opnað bæinn sinn fyrir fólki á ferðinni.
Á Stóru-Ásgerisá er hægt að að heimsækja öll helstu íslensku húsdýrin í sínu rétta og fallega umhverfi sem bæjarstæðið hefur uppá að bjóða. Hægt er að komast í snertingu við dýrin, klappa þeim, skoða og fræðast um þau.
Á Stóru-Ásgerisá er einnig hestaleiga og er boðið uppá lengri og styttri ferðir um fallegt nágrenni staðarins. Riðið er niður engjarnar og með Víðidalsánni. Útsýnið frá bæjarstæðinu og reiðleiðunum er mjög fallegt og sést vel yfir dalinn og ánna, yfir að Borgarvirki og Kerunum sem vönum reiðmönnum í lengri ferð gefst færi á að ríða að og skoða.
Gisting er fyrir allt að 11 manns í 4 herbergjum.
Lítil sjoppa er á staðnum.
Við hlið bæjarins rennur Ásgeirsáin sem skartar tveimur fallegum fossum sem ferðamönnum gefst færi á að ganga að um og skoða.
Í nágrenni við Stóru-Ásgeirsá (5-20 mín akstur) eru áhugaverðir staðir sem hægt er að skoða og má þar helst nefna Kolugljúfur, Hvítserk, Borgarvirki og Selasetrið á Hvammstanga en þar er einnig sundlaug með rennibraut.