Fjallahlaupið Súlur Vertical var fyrst haldið árið 2016 að frumkvæði Þorbergs Inga Jónssonar ofurhlaupara. UFA Eyrarskokk tók síðan við keflinu árið 2017 og hefur haldið hlaupið síðan.
Hlaupið er upp á bæjarfjöllin Súlur og Hlíðarfjall og alla leið niður á Ráshústorgið þar sem hlaupararnir koma í mark með bros á vör.
Síðan eru í boði bæði lengri og styttri vegalengdir. Annars vegar 28 km hlaup þar sem hlaupið er upp á Súlur og hins vegar 18 km hlaup sem hentar öllum sem hafa áhuga á utanvegahlaupum jafnt byrjendum sem lengra komnum. Auki er 100 kílómetra hlaup í boði, frá Goðafossi.