Aldrei meira úrval í millilandaflugi
Úrval áfangastaða sem hægt er að heimsækja með beinu flugi frá Akureyrarflugvelli hefur aldrei verið meira en nú. Alls eru áfangastaðirnir sex talsins, sem flogið er til á árinu 2023 auk áfangastaða sem ferðaskrifstofur bjóða sérstaklega upp á í pakkaferðum.