Bændurnir Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkarðsson á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði hlutu í gær landbúnaðarverðlaun ársins 2025, sem voru afhent á Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands.
Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi
Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu.
Samstaða um markaðsmál - Fundaröð í mars og apríl
Markaðsstofa Norðurlands býður uppá fundi víðsvegar um Norðurland frá 18. mars - 29. apríl 2025.
Nýr vefur fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands
Áfangastaðaáætlun Norðurlands hefur nú verið gefin út á vefnum í fyrsta sinn, á sérstöku vefsvæði, sem unnið hefur verið í samstarfi við Ferðamálastofu og Markaðsstofur landshlutanna
Föstudagsfundur SSNE: Ferðaþjónusta - gjaldtaka og fjárfestingar
Á þessum föstudagsfundi sem haldinn verður 28. febrúar, kl. 11:30 horfum við til ferðaþjónustu og munum fjalla annarsvegar um gjaldtöku og hagræn áhrif áður en við skiptum um takt og fáum kynningar á fjórum ferðaþjónustuverkefnum á Norðurlandi.
Menntamorgun: Snjöll ferðaþjónusta
Hvernig byggjum við snjallari ferðaþjónustu með stafrænni tækni? Hvað þurfa fyrirtæki að vita til að hefja stafræna vegferð, hver er ávinningurinn af að nýta sér stafræna tækni og gervigreind og hvað er eiginlega að gerast í þeirri þróun sem skiptir ferðaþjónustuna máli?
Ferðapúlsinn - hver er þín stafræna hæfni?
Ferðapúlsinn er nýtt verkfæri fyrir ferðaþjónustuaðila þar sem þeir geta með einföldum hætti fengið mat á stöðu fyrirtækisins hvað varðar stafræna hæfni. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur unnið að þróun Ferðapúlsins undanfarna mánuði í samvinnu við Ferðamálastofu, Íslenska ferðaklasann, Markaðsstofur landshlutanna og SAF.
Winter flights from Zurich and Amsterdam arrive to Akureyri
Kontiki and Voigt Travel have arrive again in North Iceland with winter flights from Zurich and Amsterdam.
Leiguflug frá Sviss til Akureyrar hafin að nýju
Flugvél á vegum svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki lenti á Akureyrarflugvelli um síðustu helgi, í beinu flugi frá Zurich í Sviss. Flogið verður vikulega á sunnudögum næstu sex vikurnar, en þetta er annað árið í röð sem boðið er upp á vetrarferðir til Akureyrar frá þessari stærstu borg Sviss.
Vetrarflug Voigt Travel hafin og sumarferðirnar auglýstar
Fyrsta flugvél vetrarins á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli síðastliðinn laugardag. Voigt Travel hefur staðið fyrir vetrarflugi til Akureyrar frá árinu árið 2020 og var þetta fyrsta flug af 10 þennan veturinn, en flogið er með hollenska flugfélaginu Transavia.
Takk fyrir Mannamót 2025!
Ferðaþjónustufólk kemur saman
Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spennandi viðburðum með mismunandi áherslum.