Kaldbaksferðir bjóða upp á ferðir á Kaldbak sem er 1.173 m hár og er hæstur tinda við norðanverðan Eyjafjörð, með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Hann er talinn vera ein af orkustöðvum Íslands og ferð upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla.
Kaldbaksferðir eiga tvo snjótroðara sem eru útbúnir með opnu farþegarými þannig að nauðsynlegt er að klæða sig í samræmi við það. Báðir bílarnir taka 32 farþega. Ferðin upp á Kaldbak tekur um 45 mínútur. Á kolli Kaldbaks ber hæst vörðu sem hlaðin var af dönsku herforingjastjórninni árið 1914, þar er stoppað í um 15 mínútur og gefst þá góður tími til að njóta útsýnisins. Bílstjórar eru ólatir við að fræða farþega um það sem fyrir augu ber. Einnig er góður siður að skrifa nafn sitt í gestabókina.
Bíllinn fer sömu leið niður og geta farþegarnir valið um að fara með honum aftur eða renna sér niður brekkurnar á skíðum, bretti, eða snjóþotum. Hægt er að fá lánaða snjóþotu ef ævintýraþráin tekur völdin en hafin er fram leiðsla á Kaldbaksþotu sem er snjóþota sérsniðin fyrir fullorðna. Hún er stór og sterk og rúmar auðveldlega fulloðrinn ásamt barni og því sérstaklega fjölskylduvæn.
Ef þið viljið heimsækja okkur á Facebokk, smellið hér .