Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Samgöngur

Bílaleigur

Fjöldinn allur er af bílaleigum um allt land. Sumar eru hluti af alþjóðlegum keðjum, aðrar í einkaeigu. Það getur verið mismikill verð- og gæðamunur á milli bílaleiga og því æskilegt að skoða vel alla valmöguleika.

Innanlandsflug

Á Íslandi eru nokkur flugfélög sem sinna bæði alþjóðlegu flugi og innanlands. Hægt er að bóka flug á heimasíðum þeirra eða í gegnum síma. 

Ferjur

Nokkrar ferjur ganga milli lands og þeirra eyja sem eru við Ísland. Einnig hefur alþjóðlega ferjan Norræna viðdvöl á Íslandi, en hún leggur að á Seyðisfirði.

Hjólaleigur

Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti. Víða um land er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.

Beint flug til og frá Norðurlandi