Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

3.- 7. júlí

Upplýsingar um verð

https://siglofestival.wpcomstaging.com/verdskra/

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er fimm daga tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna í einum nyrsta bæ landsins. Þjóðlagahátíðin hefur að leiðarljósi að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. Á hátíðinni eru 18-19 tónleikar haldnir víðs vegar um Siglufjörð. Auk tónleika er boðið upp á námskeið, bæði í tónlist og handverki. Þjóðlagaakademían er svo háskólanámskeið opið öllum almenningi. Að ganga á milli tónleikastaða í kyrrð á sumarnóttu er upplifun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Erlendir og innlendir listamenn sem komið hafa fram á hátíðinni eru nokkur hundrað talsins og tugir kennara hafa kennt þar á námskeiðum. Fjölskyldur alls staðar að af landinu gera sér ferð til Siglufjarðar til þess að sækja tónleika og taka þátt í námskeiðum, enda er lögð áhersla á að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi.

Námskeiðin á þjóðlagahátíð eru bæði á sviði tónlistar og forns handverks. Sum eru haldin ár hvert, önnur sjaldnar. Börnum er einnig boðið upp á sérstök námskeið og sumarið 2004 var haldið í fyrsta skipti sérstakt námskeið fyrir unglinga. Enda þótt hátíðin leggi áherslu á að rækta íslenskan þjóðlagaarf hafa fjölmörg tónverk verið frumflutt á hátíðinni.

GPS punktar

N66° 8' 55.866" W18° 54' 24.423"

Staðsetning

Siglufjöður

Sími