Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

WindWorks í Norðri tónlistarhátið 1.-5. águst 2024

1.- 5. ágúst

Upplýsingar um verð

Enginn aðgangseyrir.
Alþjóðlega tónlistarhátíðin WindWorks í Norðri, sem nú er haldin í þriðja sinn á Norðurlandi eystra, hefst á morgun og stendur til mánudags.
 
Hátíðin er helguð blásturshljóðfærum, sem einnig mætti kalla vindhljóðfæri, eins og það er orðað í tilkynningu.
 

Í ár verður boðið upp á níu tónleika á söfnum Húsavíkur og Akureyrar, til að mynda í Listasafninu á Akureyri, Mótorhjólasafni Íslands og Sjóminjasafninu á Húsavík. „Þrátt fyrir að WindWorks í Norðri hátíðin sé nú aðeins haldin í þriðja sinn hefur hún vaxið mjög milli ára og þegar vakið mikla athygli, bæði innanlands sem og erlendis,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni.

Hátíðin er ánægjulegur og áhugaverður viðburður í alla staði. Sannarlega merkilegt framtak, bæði hvað varðar staðsetningu og árstíma. Verslunarmannahelgin er óhefðbundinn tími fyrir tónlistarhátíð af þessu tagi og einnig er óvenjulegt að halda hátíð þar sem eingöngu er leikið á blásturshljóðfæri. Þá er vert að vekja athygli á að listrænn stjórnandi og hugmyndasmiður er frá Ítalíu.
 
Í ár hafa fimm erlend tónskáld óskað eftir því að semja verk fyrir hátíðina en það eru úkraínska tónskáldið Serhii Vilka, ítölsku tónskáldin Gaia Aloisi og Edoardo Dinelli, sem og Véronique Poltz frá Frakklandi og Eugene Magalif frá Hvíta-Rússlandi. Frumflutningur verka íslenskra tónskálda verður einnig áberandi en Bára Grímsdóttir er staðartónskáld „WindWorks” 2024 en hún á ættir að rekja til Norðurlands.
 
Á hátíðinni verða einnig frumflutt verk eftir Kolbein Bjarnason, Jesper Pedersen og Helgu Björg Arnardóttur. Eitt af meginmarkmiðum WindWorks er að hvetja til nýsköpunar í tónsmíðum fyrir blásturshljóðfæri, sér í lagi fyrir smærri samsetningar hljóðfæra.
 
Listrænn stjórnandi er Pamela De Sensi og framkvæmdastjóri er Petrea Óskarsdóttir.
 
Enginn aðgangseyrir.
 
WindWorks í Norðri er styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Akureyrabæ, Tónskáldasjóði Rúv og Stef´s,  Listamannalaunum og 

Lista- og menningarsjóður Norðurþings.

Nánari upplýsingar á heimasíðu hátíðarinnar windworksfest.com

Staðsetning

Akureyri og Húsavík

Sími