Á undanförnum misserum hafa tækifærin til ferðalaga með flugi frá Akureyri aldrei verið fjölbreyttari.
easyJet
Vorið 2023 tilkynnti easyJet um beint flug til Akureyrar í vetur, en félagið hefur flogið til Keflavíkur um árabil. Ári síðar, vorið 2024, var svo tilkynnt um að einnig yrði flogið frá Manchester til Akureyrar veturinn 2024-2025.
Flogið verður frá Gatwick flugvellinum í London og flugvellinum í Manchester, en þaðan er hægt að taka tengiflug til að komast nánast hvert sem er í heiminum. Hægt er að kaupa flugferðir á heimasíðu easyJet og þar er hægt að bæta við tengiflugi með félaginu lengra út í heim. Einnig er hægt að nýta síður á borð við Dohop, til að kaupa tengiflug með öðrum flugfélögum.
Flogið er alla þriðjudaga og laugardaga frá 5. nóvember 2024 til 29. mars 2025.
Smelltu hér til þess að finna flug frá Akureyri
Edelweiss
Sumarið 2023 flaug svissneska flugfélagið Edelweiss beint til Akureyrar frá Zurich. Árangurinn af þeim flugferðum var góður og áfram var boðið upp á flugferðirnar sumarið 2024, þar sem fleiri ferðum var bætt við.
Bóka þarf í gegnum heimasíðu Swiss: www.swiss.com/ch/en/homepagehttps://www.swiss.com/xx/en/book-and-manage/flights
Voigt Travel
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel flýgur með farþega bæði á veturna og sumrin og það er flugfélagið Transavia sem sér um þær ferðir. Íslendingar geta keypt ferðir til Hollands hjá ferðaskrifstofunni Verdi. Sjá: www.verditravel.is
Kontiki
Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki býður upp á vetrarferðir til Norðurlands veturinn 2025, með beinu flugi frá Zurich til Akureyrar í febrúar og mars. Þetta er annar veturinn í röð sem Kontiki býður upp á þessar ferðir.
Sjá nánari upplýsingar hér: https://www.kontiki.ch/nordisland-im-winter