Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands verður haldinn 22. maí

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands verður haldinn föstudaginn 22. maí nk. kl 13-15 á Hótel KEA Akureyri. Dagskrá aðalfundar verður skv skipulagsskrá: Skýrsla stjórnar Afgreiðsla ársreiknings Afgreiðsla fjárhagsáætlunar Stjórnarkjör Kjör endurskoðenda Starfsreglur stjórnar Önnur mál
#NorthIceland
#NorthIceland

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands verður haldinn föstudaginn 22. maí nk. kl 13-15 á Hótel KEA Akureyri.

Dagskrá aðalfundar verður skv skipulagsskrá:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Afgreiðsla ársreiknings
  3. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar
  4. Stjórnarkjör
  5. Kjör endurskoðenda
  6. Starfsreglur stjórnar
  7. Önnur mál

Skv. skipulagsskrá MN varðandi stjórnarkjör:

"Stjórn stofnunarinnar skal skipuð fimm mönnum sem fara með æðsta vald stofnunarinnar, móta stefnu og vinna að markmiðum hennar. Jafnframt skal kjósa tvo varamenn. Miða skal við að tveir stjórnarmenn og einn varamaður komi af Norðurlandi-vestra og þrír stjórnarmenn og einn til vara frá Norðurlandi-eystra. Fyrsta stjórn stofnunarinnar auk varamanna skal tilnefnd af stofnanda sjálfseignarstofnunarinnar og skal sú stjórn sitja fram að fyrsta aðalfundi.

Ný stjórn er kosin á aðalfundi stofnunarinnar.  Hvert samstarfsfyrirtæki Markaðsstofunnar fer með atkvæði í samræmi við gjaldflokk skv 11. grein. Við val stjórnarmanna skal einfaldur meirihluti ráða. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn. Annað hvert ár skal kosið um tvo stjórnarmenn og hitt árið um þrjá stjórnarmenn.  Stjórn skiptir sjálf með sér verkum. Varamenn skulu kosnir til eins árs í senn.“

Í stjórn Markaðsstofunnar sitja Svanhildur Pálsdóttir Hótel Varmahlíð formaður stjórnar, Gunnar Jóhannesson Fjallasýn og Ólafur Aðalgeirsson Skjaldarvík ferðaþjónustu. Auk þeirra voru kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi Birna Lind Björnsdóttir Norðursiglingu og Sigríður Káradóttir Gestastofu Sútarans, þær sitja áfram annað ár sitt í stjórn.

Svanhildur og Gunnar gefa kost á sér til stjórnarkjörs en Ólafur gefur ekki kost á áframhaldandi stjórnarsetu.

Varamenn í stjórn voru kjörnir á síðasta aðalfundi til eins árs Tómas Árdal Arctic Hotels og Karl Jónsson Lamb-Inn. 

Ég bið þá sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn eða varastjórn að láta Arnheiði Jóhannsdóttur vita af því fyrir aðalfund.

Vinsamlega látið vita um mætingu á fundinn í info@nordurland.is.