Áfangastaðurinn Ísland - Upplýsingafundir 21. maí á Húsavík og Akureyri
Markaðssetning viðhorf og samstarf.
Íslandsstofa og Markaðsstofa Norðurlands boða til upplýsingafunda um samstarf og
markaðssetningu áfangastaðarins Íslands. Á fundunum mun Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður,
ferðaþjónustu og skapandi greina, fara yfir hvernig verið er að vinna markaðsstarfið á erlendum
mörkuðum á þessu ári ásamt því að ný herferð Ísland – allt árið verður kynnt. Farið verður
einnig stuttlega yfir nýja viðhorfs- og vitundarannsókn um Ísland. Arnheiður Jóhannsdóttir,
framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, mun kynna áherslur markaðsstofunnar í
markaðssetningu og samstarfi. Í lok fundar gefst tími til umræðna.
Fundirnir fara fram fimmtudaginn 21. maí á eftirföldum stöðum:
• Húsavík – Gamli Baukurinn kl. 10:00 – 11:30
• Akureyri – Greifinn kl. 13:00 – 14:30
Vinsamlega skráið þátttöku hjá Markaðsstofu Norðurlands á netfanginu: info@nordurland.is