Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ályktun frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra

Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og Markaðsstofa Norðurlands skora á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni til þess að klára að byggja upp Dettifossveg (862) og setja þau áform inn á Samgönguáætlun til næstu ára. Að klára að byggja upp þennan veg með bundnu slitlagi sem allra fyrst er afar stórt hagsmunamál allra á Norðurlandi. Framkvæmdin mun hafa gríðarlega mikil áhrif á dreifingu ferðamanna og samkeppnishæfni svæðisins, auk þess að bæta samgöngur og þar með lífsgæði fyrir íbúa.
#Dettifoss
#Dettifoss

Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og Markaðsstofa Norðurlands skora á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni til þess að klára að byggja upp Dettifossveg (862) og setja þau áform inn á Samgönguáætlun til næstu ára. Að klára að byggja upp þennan veg með bundnu slitlagi sem allra fyrst er afar stórt hagsmunamál allra á Norðurlandi. Framkvæmdin mun hafa gríðarlega mikil áhrif á dreifingu ferðamanna og samkeppnishæfni svæðisins, auk þess að bæta samgöngur og þar með lífsgæði fyrir íbúa.

Markaðsstofa Norðurlands vann árið 2015 skýrslu um áherslur í vegamálum á Norðurlandi, sem send var til Vegagerðarinnar. Í þeirri skýrslu var tekið saman hvar helst er úrbóta þörf í vegamálum á svæðinu, byggt á umsögnum heimamanna á hverjum stað, og var Dettifossvegur þar efstur á blaði. Skýrsluna er hægt að nálgast hér http://www.nordurland.is/static/files/PDF/Skyrslur/vegamal-aherslur-a-nordurlandi.pdf

Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og Markaðsstofa Norðurlands taka undir áskorun bæjarráðsAkureyrarbæjar á ríkisstjórn og Alþingi frá 2. júní um að leggja nú þegar fram fjármagn til þess að klára flutning á efni úr Vaðlaheiðargöngum í flughlað við Akureyrarflugvöll. Stækkun flughlaðs við völlinn er grundvöllur framtíðar uppbyggingar á vellinum og að hann geti sinnt sínu hlutverki sem einn af þremur varaflugvöllum alþjóðaflugs á Íslandi. Ríkið er jafnframt búið að ákveða að fjárfesta í beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll og því hlýtur uppbygging sem þessi að vera sjálfsögð samhliða því. Nýting á efni úr Vaðlaheiðargöngum er lang ódýrasta leiðin til að stækka flughlaðið, þar sem einungis þarf að greiða fyrir flutning á efninu stutta vegalengd. 


Akureyri, 3. júní 2016
F.h. Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra og Markaðsstofu Norðurlands
Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri