Efnahagsfundur Íslandsbanka í Hofi
Efnahagsfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 27. október í Hofi á Akureyri. Salurinn opnar 8:15 og verður boðið upp á léttan morgunverð áður en dagskrá hefst 8:30.
Dagskráin er eftirfarandi:
Ný Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka – Efnahagur í aðlögun
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, fer yfir það markverðasta í nýrri þjóðhagsspá Greiningar.
Beint flug á Norðurland, hverju breytir það?
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
Fundarstjóri: Jón Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fyrirtækjamiðstöðvar Norður – og Austurland
Ráðgert er að ljúka fundi kl. 10:00.
Vinsamlegast skráðu þig með því að senda póst á jbg@islandsbanki.is