Fréttaskot 15.9.2015
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi 2015.
Hátíðin mun fara fram 8. október næstkomandi á Húsavík og Þingeyjarsveit. Á næstu dögum sendum við út skráningarform sem þarf að fylla út ásamt tilboðum í gistingu. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.
Bridfair 2015
Markaðsstofan tók þátt í ferðasýningunni Birdfair í Bretlandi eins og árið áður í gegnum klasann Birding Iceland. Sýningin tókst vel og voru 7 aðilar á bás Norðurlands. Mikill áhugi var á Norðurlandi og Íslandi almennt. Það var undantekning ef fólk sem sótti básinn hafði ekki komið til landsins, var á leiðinni eða ætlaði sér að heimsækja Ísland, Norðurland var þá kosturinn sem var kynntur fyrir þeim sem fuglaáfangastaður Íslands af fulltrúum frá svæðinu. Frekari upplýsingar um tengiliði við ferðaskrifstofur má nálgast hjá halldor@nordurland.is fyrir samstarfsaðila. Við hvetjum alla til þess að kíkja á verkefnið á heimasíðunni www.birdingiceland.is sem er hýst hjá MN.
Nýr tengiliður Vegargerðarinnar við ferðaþjónustu.
Markaðsstofan Norðurlands er nú orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Þetta er samkomulag sem gert var við Vegagerðina gefur ferðaþjónustunni tækifæri á að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Af þessu tilefni mun MN boða til funda um vegamál þar sem ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að mæta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Niðurstöður fundanna verða svo nýttar til að koma á framfæri við Vegagerðina áherslum um forgangsröðun verkefna á hverju svæði.
Fundirnir verða haldnir sem hér segir:
Fimmtudaginn 17. september
Sauðárkróki kl. 10:00 – 11:30
Blönduósi kl. 13:00 – 14:30
Hvammstanga kl. 15:30 – 17:00
Föstudaginn 18. September
Akureyri kl. 9:00 – 10:30
Ólafsfirði kl. 13:00 – 14:30
Þriðjudaginn 22. September
Mývatnssveit kl. 9:00 – 10:30
Þórshöfn kl. 13:00 – 14:30
Kelduhverfi kl. 16:30 – 18:00
Upplýsingar um nánari staðsetningu verða sendar út á morgun
Vestnorden og upplýsingar frá samstarfsaðilum
Markaðsstofan sækir Vestnorden í næstu viku. MN tekur USB lykla með á sýninguna sem innihalda bæklinga frá samstarfsaðilum flokkað eftir þjónustu. Hver skrá má helst ekki vera meira en 6mb. Við óskum þess að bæklingar séu sendir á info@nordurland.is fyrir föstudaginn næstkomandi.
Matur-inn hefur fengið nýtt nafn, Local Food – Matarhátíð á Norðurlandi
Í ár tekur hátíðin sem hér áður hét Matur-inn nokkrum breytingum. Ákveðið var stokka upp sýningunni Matur-inn og breyta henni í matarhátíð á Norðurlandi sem varir í 6 daga. Hátíðin verður haldin daganna 15.-20. október næstkomandi og sýningin sjálf verður haldin 16.-17. október. Nú hafa samstarfsfyrirtæki möguleika og eru hvött til að halda viðburði 15.-20. október tengda mat. Á heimasíðunni www.localfood.is verður safnað saman þeim stöðum sem munu standa fyrir viðburðum eins og t.d. sér matseðlum, námskeiðum eða öðru slíku. Við hvetjum alla til þess að senda okkur sína viðburði og taka þátt í gleðinni. Í ár fáum við sérstaka heimsókn frá Bretlandi þar sem kokkar, innkaupastjórar og fagfólk í matarklösum heimsækir hátíðina. Skemmst er frá því að segja að einn kokkurinn sem verður með í för er yngsti vinningshafi úr sjónvarpsþáttunum Master Chef. Því fyrr sem efnið berst því fyrr er hægt að kynna viðurðina. Sjáumst á Local Food – Norðlensk Matarhátíð 2015